fbpx

ORRI FINN

Íslensk hönnunSkart

Í dag fór ég meðal annars og heimsótti Orra Finn á Skólavörðustígnum þar sem Orri og Helga sýna nýja línu sem heitir Verkfæri. Það var gaman að koma til þeirra, þau eru bæði svo ótrúlega hress og skemmtileg. Ég elska að hitta fólk sem er svona glaðlynt að eðlisfari, það er svo rosalega gefandi ..og smitandi líka :)

11037643_10153097772953058_8622680476640250039_o

Þau ákváðu að á HönnunarMars í ár myndu þau forsýna skartgripalínuna sem þau gefa út á þessu ári: Verkfæri. Einsog nafnið gefur til kynna er viðfangsefnið að þessu sinni verkfæri og er línan því ansi karlmannleg og gróf en líka með fíngerðum dráttum. Þeim langaði að gefa loksins út línu sem myndi höfða sérstaklega til karla, það vantar almennilega rokkað og töff skart fyrir stráka og þau trúa að þeim hafi tekist að fylla það tóm með nýju línuni og því er ég sko hjartanlega sammála!

orri finn 201540703 1-Recovered-Recovered

orri finn 201540759

orri finn 201540762

Þau skipulögðu myndatöku með ljósmyndaranum Jónatani Grétarssyni sem tók einmitt þessar þrjár myndir hérna fyrir ofan og fengu mjög flotta karlkyns fyrirsætu til að bera skartið, hann smellpassar inní “bad boy” þema línunnar en línan átti í raun fyrst að snúast um morðvopn. Þau þorðu ekki alveg að fara með þetta í þá átt, fannst það kannski aðeins of neikvæð orka. En verkfærin sem þau völdu eru exi, hárskæri, rakhnífur, penni og lykill. Þegar þau voru búin að liggja yfir verkfærum og pæla í hver væru fagurfræðilega best, með fegurstu formin og svo framvegis áttuðu þau sig á að línan væri í raun einskonar virðingarvottur við verkalýðsbaráttuna. Þau bættu því rauðum steini við sum hálsmenin sem vísun í blóðdropann, erfiði hins vinnandi manns.

Tools by orrifinn

Helga sendi mér þessa skemmtilegu mynd þar sem við sjáum bæði rakhnífinn og skærin sem smíðað var eftir. Svo sjáum við loka útkomuna liggja þarna við hliðina á. Svolítið mikið töff.

Tools by orrifinn.closeup

Hér sjáum við nærmynd af skartinu sem er í línunni. Mér þykir þetta alveg sérlega fallegt þar sem ég er ekkert rosalega mikið fyrir svona “krúttlega, rómantíska” skartgripi. Það þarf að vera smá töffara factor í gangi til þess að þetta höfði til mín og vantar það sko alls ekki í þessa línu hjá þeim.

Sýning á skartinu og ljósmyndunum er opin yfir HönnunarMars að Skólavörðustíg 17a. Á morgun, laugardaginn 14. mars klukkan 15:00 verður svo sýndur gjörningur á vinnustofunni þeirra. Tilvalið tækifæri til þess að kíkja á þessa glæsilegu línu.

P.S ef þið hafið ekki kynnt ykkur það nú þegar mæli ég með því að þið skoðið líka eldri línurnar þeirra:

2012: Akkeri // The Anchor Collection
2013: Scarab // The Scarab Collection
2014: Flétta // The Braid Collection

Ég er gjörsamlega ástfangin af fléttu collection-inu þeirra.

X Sigga Elefsen

GLEÐILEGAN HÖNNUNAR MARS

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Sandra Finns

    13. March 2015

    Orri og Helga rokka.. Línan finnst mér ákaflega falleg og gefur fyrri línum frá þeim ekkert eftir.
    :-)