fbpx

GLEÐILEGAN HÖNNUNAR MARS

Ég byrjaði morguninn í Silfurberginu í Hörpunni að hlusta á Design Talks fyrirlesturinn. Síðustu ár hefur þessi viðburður táknað upphaf hátíðarinnar og verið mjög eftirsóttur af hönnunaraðdáendum. Mér sýndist engin undantekning vera á því í ár, ég sá ekki betur en að setið væri í nánast öllum sætum. Ef þú hefur gaman að hönnun ættir þú ekki að missa af þessu á komandi ári!

Spenntust var ég fyrir sýninguni í Epal og skundaði ég því beint þangað eftir fyrirlestrana. Ég hætti við að mæta á opnunina sem var í gærkvöldi þegar að ég sá að fleiri, fleiri hundruð manns voru búin að staðfesta komu sína og skil ég vel hvers vegna. Þetta er rosalega flott sýning og mögulega gott brot af því besta sem er í boði á Hönnunar Mars. En auðvitað voru það ákveðnir hlutir sem stóðu uppúr að mínu mati og voru blómapottarnir frá Postulínu þar efstir á blaði. Ég elska plöntur og er ég með alveg þónokkuð margar svoleiðis sem fegra heimilið mitt. Ég dröslaðist á milli búða í sumar, komin 7 mánuði á leið í leit að hinum fullkomna hengipott eftir að kær frænka færði mér afleggjara af hengiblómi. Möguleikarnir voru þá annaðhvort D.I.Y eða gamla góða IKEA, úrvalið var ekki meira. Því er ekki að ástæðulausu að ég pissaði smá í mig úr spenningi þegar ég sá þessa fegurð í fyrsta skiptið.
Fyrir áhugasama er hægt að hafa samband beint við hönnuðina ef þið hafið áhuga á að fjárfesta í svona grip :)

10919002_10153107180314857_3033598207309907842_n

20527_10153107180519857_8244011952630767734_n

Pottarnir koma í nokkrum stærðum og útfærslum. Postulína er samstarfsverkefni Guðbjargar Káradóttur leirkerasmiðs og Ólafar Jakobínu Ernudóttur hönnuðar.

Postulina

Auðvitað var HAF með enn einn gullmolann. Ég held að ég hafi bara aldrei séð neitt eftir Hafstein sem höfðar ekki til mín en í ár er hann með þetta fallega ljós sem ber nafnið Möskvar. Ljósið er búið til úr síldarnetum og er endurtúlkun á hinni hefðbundnu ljósakrónu. Hún er eitthvað voðalega íslensk og skemmtileg. Ég á einmitt eina yndislega systur sem er rekstrarstjóri á Síldarminjasafni Íslands, þetta ljós er því tilvalið fyrir hana ! :)

HAFstudio

Lazy Butler eftir Hjalta Axelson fannst mér líka kúl. Ég er svolítið skipulags-frík og er það því alls ekkert skrýtið að ég heillist af þessu. Hversu næs væri að hengja upp out-fit morgundagsins við rúmið og ekki nóg með það að allt hangi fínt og klárt heldur er líka skipulagsbox í setunni þar sem maður getur geymt skartið sitt, lyklana, veskið eða hvað sem það er sem maður á til með að gleyma á morgnana þegar maður er ennþá hálf sofandi.

kvk-model-lazy-butler-

L.butler12-copy

Ég þarf varla að kynna fyrir ykkur nýja Pyro Pet krúttið eftir hana Þórunni Árnadóttur en það er falleg viðbót við fína kisann hennar sem við flest þekkjum. Ég er líka rosalega glöð með þennann fallega gula lit!

Þórunn Árnadóttir

Guðrún Vald er að hanna alveg rosalega fallega línu af húsgögnum sem kallast Hylur, þessar vörur eru í topp 3 eftir daginn. Enn sem komið er hefur hún hannað skrifborð og kommóðu í þessari línu en það er þó meira væntanlegt samkvæmt heimasíðuni hennar.

Kommóðan höfðar sérstaklega vel til mín, hún er einföld, elegant og tímalaus. Allt topp eiginleikar í vöru!

GudrunValdimarsdottir

Hylur1

Að lokum ætla ég að sýna ykkur Stefnir sem hún Sigríður Hjaltdal Pálsdóttir eða Bíbí er að frumsýna á Hönnunar Mars. Varan er hönnuð til að ýta undir meðvitund okkar um næringu, augnablikið og hvernig við getum staldrað við og notið matarins og líðandi stundar. Skemmtileg pæling á bakvið þennann fallega disk.

Bybibi:SigridurHjaltdal

Bybibi_5

Ég veit samt ekki hvort að ég myndi nota þessa fallegu diska bara undir mat. Ég held að þeir myndu líka njóta sín í einhverri fallegri uppstillingu.

Bybibi_3

Þetta var Hönnunar Mars-inn minn í dag. Ég vona að þið ætlið að taka helgina frá til þess að glugga inn í íslenska hönnunarmenningu, það er alveg ótrúlega mikið í boði og sé ég því miður ekki fram á það að komast yfir þetta allt saman. En ég lofa þó að vera dugleg að sýna ykkur sem ekki komist hvað er í boði.

x Sigga Elefsen

GESTABLOGGARI SVART Á HVÍTU: SIGGA ELEFSEN

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anita Elefsen

    12. March 2015

    Èg þarf klárlega að splæsa í svona ljós ;)

  2. Erla

    12. March 2015

    Ánægð með þig Sigga, þú ert alveg með’itta❤️