fbpx

ÓMÓTSTÆÐILEGA GOTT & HEIMAGERT SYKURLAUST NAMMI

Matur & bakstur

Mér finnst hálf ótrúlegt að það styttist í að það sé komið heilt ár síðan ég hætti að borða sykur* en lykilatriðið er án efa að gera vel við mig og eiga til eitthvað gómsætt fyrir sykurpúkann þegar hann birtist. Ég hef verið að prófa mig áfram með allskyns sykurlaust góðgæti og nýlega fann ég þessa ótrúlega einföldu uppskrift sem ég hef nú þegar prófað aftur… og aftur. (*Ég tók úr viðbættan sykur / allan hvítan sykur). Þú ferð þá leið sem þér hentar ♡

Það er mjög gott trix að eiga til sykurlaust nammi eða bakkelsi í frystinum til að grípa í, sérstaklega um helgar! Þessar súkkulaðitrufflur og hnetusmjörsbitar (Reese’s pieces) eru mjög ljúffengir og hægt að grípa í einn með kaffibollanum eða eiga til fyrir gesti.

Sykurlausar súkkulaði trufflur

1 og 1/2 plata sykurlaust súkkulaði (ég nota Dark frá Valor). 

1/2 bolli rjómi 

2 msk smjör 

1 tsk espressóduft (ég opnaði kaffihylki:) 

1 tsk vanilludropar

Hita allt saman í örbylgju á háum hita í ca 1 mínútu og hræra saman. (Einnig hægt að bræða yfir vatnsbaði).

Settu skálina í frysti í u.þ.b. klst og bíddu þar til blandan þykknar. Taktu svo skálina út og nú er komið að því að rúlla súkkulaðinu í höndunum í litlar kúlur í munnbitastærð. Veltu þeim svo upp úr bökunarkakói. Best er að geyma kúlurnar í frysti / kæli og þær verða jafnvel enn betri með því að fá að geymast smá. Mmmm njóttu!

Reese’s pieces hnetusmjörsbitarnir eru líka í uppáhaldi og ég mæli með fyrir þau ykkar sem elskið þetta nammi.

Reese’s Pieces

60 g smjör / við stofuhita eða bræða létt 

45 g flórsykur (ég nota sykurlausan sem heitir Sukrin Melis)

85 g möndlumjöl

130 g hnetusmjör

1 tsk vanilludropar

Blanda öllu saman og setja í botninn á miðlungsstóru formi. Bræða um 90-100 g af sykurlausu súkkulaði ofan á (ég notaði mjólkursúkkulaði frá Valor). Smyrja yfir og kæla. Þessir verða enn betri þegar öll brögðin hafa blandast sem saman og búið er að kæla. Það er best að eiga þessa til í formi í frysti og grípa í þegar sykurpúkinn bankar uppá:)

Njótið! Ég er einnig með nokkrar fleiri uppskriftir sem ég er spennt að prófa!

TVÆR NÝJAR MOOMIN LÍNUR Í SÖLU 15. MARS // PJAKKUR & MÍA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Hildur Rut

    18. March 2022

    Nammmiii! þetta verð ég að prófa :P