fbpx

ÓLÉTTUSTÍLLINN

Hitt og þettaPersónulegt

Þið ykkar sem lítið hingað inn fyrir heimilisinnblástur verðið bara að afsaka mig:) …en þetta er mér mjög ofarlega í huga, þ.e.a.s. óléttuklæðnaður, því það er bara hreinlega ekkert grín að ætla að klæða sig fínt alla daga með stækkandi maga. Hvað þá að finna ræktarföt fyrir óléttar? Ég er farin að hallast að því að slíkur fatnaður sé varla framleiddur.

Þessar myndir veita mér innblástur að það sé smá von, ég þarf bara virkilega að endurhugsa fataskápinn minn í von um að finna eitthvað einstaklega klæðilegt þar. En þið ykkar sem eruð í sömu sporum og ég megið endilega benda mér á hvar er hægt að fá góðar meðgönguæfingarbuxur? Ég er farin að óttast það að mæta á æfingar í World Class undir lokin og eiga engin föt til að vera í og það gengur aldeilis ekki upp því þá mun ég hætta að mæta. Ég gaf reyndar þjálfaranum mínum loforð að hætta ekki hjá henni og ef það væri ekki fyrir hana þá væri ég lögst í dvala með M&M í annari og snúð með glassúr í hinni því “ég má víst borða fyrir tvo” eins og eg hvísla stundum að sjálfri mér eins rangt og það er:)

Eigið góðan dag, ég ætla að eyða mínum degi í smá dekur eftir langa viku, það er afslöppun í Baðstofunni og í kvöld er svo tískusýningin hjá Andreu í Hafnarborg sem mér heyrist að allar mínar vinkonur ætli að fjölmenna á:)

Góður dagur framundan!

VOLUSPA KERTI Á BETRA VERÐI

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

  1. àsta

    15. May 2014

    Sæl, ég notaði ræktarbuxurnar mìnar alla meðgönguna en keypti mér tvenna sìða ræktarboli ì frekar vìðu sniði og var ì mìnum gömlu innanundir. Ef það hjàlpar þà à ég buxur frà under armour og þær eru með frekar slakri teygju og hàar ì mittið:)

    • Svart á Hvítu

      15. May 2014

      Takk:) Mínar eru nefnilega flestar frekar lágar sem pirrar mig mikið og teygjan er farin að skerast óþægilega í… Kíki á buxurnar hjá Under armour:)
      -Svana

  2. Hildur Ragnarsdóttir

    15. May 2014

    skemmtilegar myndir! vildi ég hefði einhver gagnleg hint og tips í sambandi við þetta en það er víst ekki svo gott!

    hlakka til í kvöld!

    xx

  3. Anja

    15. May 2014

    Kiktu a h&m síðuna :) eg elska iþrottafötin fra þeim :)
    Gaman að fylgjast með þer her :)
    Knus
    Anja

  4. Berglind

    15. May 2014

    Marks&Spencer eru með fínar svona loose nærbuxur fyrir óléttur… og þeir senda til Íslands… ekki þær fallegustu í heimi en þægilegar. Kannski á Lindex líka eitthvað.

    Já, svo er H&M með töluvert af meðgöngufatnaði :)

  5. Selma

    15. May 2014

    Mjög mikið af fallegum meðgöngufatnaði á Asos, er samt ekki alveg viss varðandi íþróttaföt þar :)

  6. Kristín Alma

    15. May 2014

    Maxi kjólar og gollur redduðu mér síðasta sumar þegar ég var ólétt :)
    Eins erfitt og það getur verið að klæða sig á meðgöngu þá finnst mér það vera enn erfiðara eftir meðgönguna ef maður er með barnið á brjósti! Ég er í mikið meiri vandræðum með að finna efri parta sem virka fyrir brjóstagjöfina heldur en meðgönguföt.
    Eníveis. Ég keypti mér purelime buxur sem eru háar í mittið. Þær voru líka frábærar fyrstu vikurnar eftir fæðinguna því þær halda vel við magan.

  7. Aníta

    15. May 2014

    Ég notaði mínar Nike, Under Armour og H&M buxur alla meðgönguna :)
    Annars keypti ég mér nánast engin óléttuföt nema háar bumbuleggings á skít og kanil í Lindex og notaði síða boli við, yfirleitt þrönga því annars leið mér eins og hval.. Notaði mjög mikið svartan, þröngan, síðan síðermabol frá H&M og leðurjakka og flott hálsmen við :) gat dressað hann bæði upp og niður!

  8. Aldís

    16. May 2014

    Gaman að sjá þig í gær sæta skvís :)

  9. Hildur systir

    17. May 2014

    Eg notaði polarno pyret olettu buxurnar minar i ræktunni alla meðgönguna…. Eru mær kannski ennþa i pokanum sem eg let þig fa:)

    • Svart á Hvítu

      17. May 2014

      Hmmmmm það er góð spurning:) Hélt ég væri buin að tæma hann,, þarf að leita:*