Þið ykkar sem lítið hingað inn fyrir heimilisinnblástur verðið bara að afsaka mig:) …en þetta er mér mjög ofarlega í huga, þ.e.a.s. óléttuklæðnaður, því það er bara hreinlega ekkert grín að ætla að klæða sig fínt alla daga með stækkandi maga. Hvað þá að finna ræktarföt fyrir óléttar? Ég er farin að hallast að því að slíkur fatnaður sé varla framleiddur.
Þessar myndir veita mér innblástur að það sé smá von, ég þarf bara virkilega að endurhugsa fataskápinn minn í von um að finna eitthvað einstaklega klæðilegt þar. En þið ykkar sem eruð í sömu sporum og ég megið endilega benda mér á hvar er hægt að fá góðar meðgönguæfingarbuxur? Ég er farin að óttast það að mæta á æfingar í World Class undir lokin og eiga engin föt til að vera í og það gengur aldeilis ekki upp því þá mun ég hætta að mæta. Ég gaf reyndar þjálfaranum mínum loforð að hætta ekki hjá henni og ef það væri ekki fyrir hana þá væri ég lögst í dvala með M&M í annari og snúð með glassúr í hinni því “ég má víst borða fyrir tvo” eins og eg hvísla stundum að sjálfri mér eins rangt og það er:)
Eigið góðan dag, ég ætla að eyða mínum degi í smá dekur eftir langa viku, það er afslöppun í Baðstofunni og í kvöld er svo tískusýningin hjá Andreu í Hafnarborg sem mér heyrist að allar mínar vinkonur ætli að fjölmenna á:)
Góður dagur framundan!
Skrifa Innlegg