fbpx

OFUR TÖFFARALEGT BARNAHERBERGI!

Barnaherbergi

Ég vona svo innilega að ég sé loksins búin að leysa öll tölvuvandræði sem hafa verið að koma í veg fyrir að ég hafi getað bloggað síðustu daga, ég held því reyndar fram að tölvan mín sé með vírus. Ég er þó komin með lista af hlutum sem mig langar til að sýna ykkur og ætla að byrja á þessu ofur töffaralega barnaherbergi. Þið ykkar sem fylgist mikið með erlendum bloggsíðum kannist líklega við Cindy hjá COTTDS (Come over to the dark side we have candy), en hún átti son sinn Enzo fyrir nokkrum vikum síðan. Stíllinn hennar er mjög flottur að mínu mati og hún klæðist mikið svörtum flíkum (that’s why I love her…) og sá stíll nær einnig inn á heimilið hennar, það kom mér því ekki á óvart þegar ég sá myndirnar úr barnaherberginu, en það eru eingöngu svartir og hvítir hlutir þar inni, s.s. mjög töffaralegt barnaherbergi!

04de8cd0b4f8d4ed526a087709b16dbb

07eb25577bcd00b7f93df52e646931ea d900efbbc24db1f5433833f87d86522b 123504950de3753788bd979579a9231c 845b96f41c85eca7ed853d4c00956a0a faf50af9df6465e9b5dbf9a848c7565b ba414bbffec442ec34227cbf6cf2bc3e 79a4e69e16a8b9b3d7b28fcded5a4522 a478de4af554053140cfc7e9409c770b fe9defec8390e2c534652ff5bc42218d f39c1c17ebc23c2614216e37533b4bcb

Þessi stíll er þó ekki allra sem er reyndar bara hið besta mál. Cindy er mjög samkvæm sjálfri sér þegar kemur að fatnaði eða heimilinu sínu og það er virkilega gaman að fylgjast með henni. Ég deili a.m.k. með henni dálæti á Farg og Form vörunum (þessi með skýjunum) en ég ætla einmitt á næstu dögum að fjárfesta í stuðkanti fra þeim handa mínum litla, svo vantar einnig einn flottann Lego kubb í herbergið hans Bjarts þó var ég með einn litríkari í huga en hann Enzo litli á:) Fyrir áhugasama þá má finna bloggsíðuna hennar Cindy -hér. 

Svo fyrir áhugasamar mömmur þá er Cindy að fara að opna vefverslun á næstu dögum ásamt systur sinni þar sem seld verða töffaraleg barnaföt, þó með áherslu á stráka (jeijj), ég bíð allavega mjög spennt eftir að sjá meira. Þið getið fylgt versluninni á instagram @thecolorbluenl

x Svana

SNÚRAN.IS OPNAR VERSLUN

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Gréta

    23. March 2015

    Algerlega steingeld samsuða af vinsælu trendi hrúgað saman í svart hvítan heim!
    Börnum finnist þetta herbergi alveg örugglega hvorki fallegt né spennandi enda er það væntanlega fyrir mömmuna en ekki barnið. Synd.

    • Svart á Hvítu

      23. March 2015

      Haha ég vissi að það kæmi svona komment;) Tek það þó fram að ég persónulega myndi ekki velja þetta fyrir mitt barn og er á þeirri skoðun frekar að litir örvi bæði gleði og ímyndunarafl hjá börnum. En fannst það þó eiga erindi inná bloggið, það má taka hugmyndir þaðan þó að heildin heilli ekki.
      -Svana

  2. Erla

    23. March 2015

    Hvar fær maður svona lego kubb? flott herbergi en mér finnst aðeins litir samt fallegra :)

    • Svart á Hvítu

      23. March 2015

      Þeir fást í Epal:) Já hefði mátt vera smá litir með til að gera það meira aðlaðandi!

  3. Gréta

    23. March 2015

    Að sjálfsögðu koma komment með og á “móti” – það sýnir bara hversu fjölbreyttann smekk fólk hefur. Ef blog gengu út á það að birta bara myndir af því sem öllum þætti flott og allir kommentuðu það sama væri lítið gaman að skoða blogg yfir höfuð. Persónulega finnst mér æðislega gaman að sjá alls konar blogg. Því fjölbreyttara því betra. Mér fannst meir að segja gaman að skoða þetta þó mér finndist herbergið steingelt ;)

    • Svart á Hvítu

      23. March 2015

      Ji ekki misskilja, ég var ánægð að þetta komment hafi komið:)

  4. Inga

    23. March 2015

    Mér finnst rúmfötin æðisleg og ég veit að minn litli töffari mundi elska þau , Batman klikkar aldrei. Veistu hvar þau fást.?

  5. Frida Gauksdottir

    24. March 2015

    Gaman að sjá svona “allskonar” haha. Þetta herbergi er bara fallegt á sinn hátt, hún hefur eflaust tekið til fyrir myndatökuna :)) Annars gaman að skoða hjá þér sérstaklega barnatengt, við eigum strák á svipuðum aldri :)

    • Svart á Hvítu

      24. March 2015

      Æj hvað ég vona að þetta sé einmitt bara þegar mjög vel er tekið til:) Guð forði henni frá því að heimatilbúnar gjafir handa krílinu, þær myndu seint hitta í mark haha:)
      Nú er það! Til hamingju með litla!:)