Ég vona svo innilega að ég sé loksins búin að leysa öll tölvuvandræði sem hafa verið að koma í veg fyrir að ég hafi getað bloggað síðustu daga, ég held því reyndar fram að tölvan mín sé með vírus. Ég er þó komin með lista af hlutum sem mig langar til að sýna ykkur og ætla að byrja á þessu ofur töffaralega barnaherbergi. Þið ykkar sem fylgist mikið með erlendum bloggsíðum kannist líklega við Cindy hjá COTTDS (Come over to the dark side we have candy), en hún átti son sinn Enzo fyrir nokkrum vikum síðan. Stíllinn hennar er mjög flottur að mínu mati og hún klæðist mikið svörtum flíkum (that’s why I love her…) og sá stíll nær einnig inn á heimilið hennar, það kom mér því ekki á óvart þegar ég sá myndirnar úr barnaherberginu, en það eru eingöngu svartir og hvítir hlutir þar inni, s.s. mjög töffaralegt barnaherbergi!
Þessi stíll er þó ekki allra sem er reyndar bara hið besta mál. Cindy er mjög samkvæm sjálfri sér þegar kemur að fatnaði eða heimilinu sínu og það er virkilega gaman að fylgjast með henni. Ég deili a.m.k. með henni dálæti á Farg og Form vörunum (þessi með skýjunum) en ég ætla einmitt á næstu dögum að fjárfesta í stuðkanti fra þeim handa mínum litla, svo vantar einnig einn flottann Lego kubb í herbergið hans Bjarts þó var ég með einn litríkari í huga en hann Enzo litli á:) Fyrir áhugasama þá má finna bloggsíðuna hennar Cindy -hér.
Svo fyrir áhugasamar mömmur þá er Cindy að fara að opna vefverslun á næstu dögum ásamt systur sinni þar sem seld verða töffaraleg barnaföt, þó með áherslu á stráka (jeijj), ég bíð allavega mjög spennt eftir að sjá meira. Þið getið fylgt versluninni á instagram @thecolorbluenl
x Svana
Skrifa Innlegg