fbpx

NÝTT : STELTON

Hönnun

Ein af nýjungjunum sem Stelton sendir frá sér í ár eru glænýir litir á EM77 hitakönnurnar frægu eftir Erik Magnussen. Litirnir eru algjörlega æðislegir, sérstaklega þessi myntugræni!

Screen Shot 2014-02-03 at 11.02.26 PM

Ég á þó alltaf hálf erfitt með svona gífurlegt litaúrval, því ég veit að ef ég fæ mér þessa grænu þá kemur hvort sem er enn æðislegri litur út seinna sem mig mun þá langa í enn meira. Ég er líka ennþá að láta mig dreyma um koparkönnuna… og þessi brúni er klassískur og fínn.

IMG_9185

Ótrúlega fallegar take-away hitakönnur í málmlitum, kopar, silfur og gull.

IMG_9189IMG_9191

Falleg vatnskanna og glös í stíl sem einnig eru nýjungar frá Stelton!

Það er sko nóg að sjá hér á Ambiente, ég vildi hreinlega óska þess að ég ætti mína eigin verslun því þá væri ég búin að fylla hana af fallegum vörum sem ég rakst á hérna í Frankfurt:)

 

HOUSE DOCTOR & NICOLAS VAHÉ

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

11 Skilaboð

  1. Bára

    4. February 2014

    Mér finnst kopar eiga vinninginn….. alltaf !

  2. Hrund

    5. February 2014

    Ég ELSKA mína okkurgulu :) Litur sem kom í fyrra!

    Finnst samt eitthvað agalega smart við þessa brúnu og kopar er náttúrulega sjúk ;)

  3. Soffia Gardarsdottir

    5. February 2014

    Ég á skærlimegræna, og mig langar í brúna eða myntuna!

    Ætli það sé ekki svona skiptiprógram í Epal?? ;)

  4. Agnes

    5. February 2014

    Getur kannski komið af stað svona fósturprógrammi með stelton könnur? Hægt að skipta hálfsmánaðarlega um lit innan hópsins ;)

  5. Sonja Hrund

    5. February 2014

    Eins og mér finnast þessar könnur rosalega fallegar (á eina stál með fylgihlutum) þá halda þær kaffinu ekki nógu heitu og það verður hlandvolgt á klukkutíma – er einhver sem lendir í því sama?

    • Þórunn Þórarins

      5. February 2014

      Ég set alltaf sjóðandi heitt vatn áður en ég set kaffið í! Það á víst að vernda könnuna og kaffið verður því ekki kalt hjá mér!

  6. Helga

    5. February 2014

    Gyllta ;) já og brons.
    En já kannast við þetta vandamál, þær halda ekkert alltof vel heitu.

  7. Heiðdís

    5. February 2014

    ég á kopar keypta í apríl í fyrra, núna langar mig í mintu! (afsökunin væri að ef maður er með fleiri gesti væri gott að vera með tvær í gangi í einu :)
    En sama vandamál með Kitchen Aid, valdi mér einn lit fyrir nokkrum árum (og elska hana) en er svo að sjá nýja liti og verð æst…:) hehe, get ekki verið ein um það! En slíkum (gæða)grip er víst ekki skipt út.
    Ég helli líka oft heitu vatni i mína á undan + er með skrúflokið á nema rétt þegar ég servera kaffinu með tylli/helli-lokinu, þá finnst mér hún halda betur heitu.

    • Svart á Hvítu

      5. February 2014

      Hahha skondið, upphaflega ætlaði ég að gera færsluna tileiknaða stelton og kitchen aid! Er svooo sammála þér með litina á hrærivélunum, þetta er bara til vandræða!
      -Þekki þó eina sem lét eftir sér að kaupa sér í nýjum uppáhaldslit og á því 2 núna:)
      -Svana

  8. Kristbjörg Tinna

    10. February 2014

    Myntugræna tryllir mig.. verst að ég drekk ekki kaffi ;)