Voruð þið búin að sjá Trendig línuna sem var að koma í IKEA hér heima? Ef ekki þá eru hér nokkrar myndir af línunni.
Í Trendig línunni mætir skandinavísk hönnun kínverskum kúltúr og hver hlutur er blandaður af kínverskum formum, mynstri eða litum -eins og rauðum og grænum, við náttúrulega ljósan við og hreinar og beinar línur sem einkenna oft skandínavíska hönnun. Niðurstaðan er áhugaverð lína og margir flottir hlutir, -línan er þó í mjög takmörkuðu upplagi, og kom uppáhalds hluturinn minn ekki einu sinni til landsins, -sjá mynd neðar.
Hér má sjá armstólana sem komu ekki til Íslands, og mér skilst að þeir séu að verða uppseldir í öðrum verslunum.
Í mestu uppáhaldi er þetta flotta hliðarborð sem hægt er að nota undir ýmislegt!
Hvernig finnst ykkur þessi lína?
Skrifa Innlegg