Ég veit… enn ein Ikea færslan,en ég bara verð að sýna ykkur þessa snilld. Ég veit að Ikea vill þó að vörurnar sínar standi bara algjörlega fyrir sínu, sem það gerir, og það þurfi engar DIY-útfærslur og sérhannaðar lappir undir húsgögnin. En ég fékk alveg kitl í mallann þegar ég sá þessar skemmtilegu útfærslur á Ikea húsgögnunum frá sænsku hönnunarfyrirtæki sem heitir Superfront. Þeir eru búnir að hanna skápahurðir, toppa, lappir og höldur sem passa fyrir Faktum eldhús, Besta skenka, Pax fataskápa og bráðlega á nýju Metod eldhúsin.
Hversu falleg eru þessi húsgögn!? Bleiki skenkurinn er algjört nammi og eigum við eitthvað að ræða höldurnar? Þessar koparlituðu löngu mega sko mæta á eldhúsinnréttinguna mína og búa þar að eilífu.
Eins og er sendir fyrirtækið til Svíþjóðar, Noregs, Danmörku, Finnlands, Þýskalands, Belgíu, Hollands og Bretlands… og ekki til Íslands.
En það er alltaf hægt að finna leið:)
Endilega skoðið heimasíðunna þeirra betur HÉR.
Skrifa Innlegg