fbpx

NÝTT Í FATASKÁPINN

PersónulegtUppáhalds

Þegar ég rakst á færsluna hjá Ernu Hrund í dag þar sem hún er að gefa kimono frá Andreu ákvað ég að sýna tvær flíkur sem hanga á fataslánni minni síðan um helgina -einmitt frá Andreu:) Hefði ég vitað af leiknum hefði ég mögulega seinkað skírninni og reynt að vinna flíkina haha, en mig vantaði einmitt flík til að klæðast í skírninni þegar ég fann þessar.

IMG_1527

Blái kimoinn var upphaflega flíkin sem ég vildi klæðast, en á skírnardaginn sjálfan fékk ég efasemdir því ég hafði ekki getað hætt að hugsa um pallíettujakka frá deginum áður. Ég rölti því niðureftir (ég bý u.þ.b. 30 skrefum frá versluninni) og fékk mér pallíettujakkann, -kom heim og mátaði fyrir mömmu og Andrés sem sannfærðu mig að blái væri samt málið. Hinn fær þá bara að njóta sín vel á jólunum:)

IMG_1529IMG_1532 IMG_1533

…svo ein mynd af okkur fjölskyldunni frá skírnardeginum. Það er algjör undantekning að heyra þetta barn gráta svo það er frekar óheppileg tilviljun að barnið sé grátandi á einu fjölskyldumyndinni. Hún fer allavega ekki á jólakortið í ár:)

Screen Shot 2014-10-19 at 10.37.49 PM

x svana

DRAUMUR Í DÓS

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Andrea

    22. October 2014

    Svo fallegt hjá þér Svana!!!
    Ekkert smá girnileg slá ;)
    Þessi pallíettu kimono er bara draumur – svo góður fyrir augun líka ;)
    Þið eruð dásemd á þessari mynd litla fallega fjöskylda og innilega til hamingju með prinsinn og fallega bjarta nafnið hans. Lífið er rétt að byrja <3 þetta er svo best í heimi.
    Love
    A

  2. Fatou

    22. October 2014

    Ég er SJÚK í þennan pallíettu kimono! Me need!

  3. Reykjavík Fashion Journal

    22. October 2014

    Þú ert svo glæsileg móðir yndislega Svana mín :* Tókst þig svo vel útí báðum flíkunum – ánægð með að þú skelltir þér á pallíettuflíkina líka ;)

  4. Elísabet Gunnars

    22. October 2014

    Glæsilega fjölskylda … eitthvað svo fallegt við það að barnið sýni svona sterk svipbrigði á fyrstu fjölskyldumyndinni. Bjartur er svo fallegur eins og líka nýju flíkurnar. :)

  5. Kristbjörg Tinna

    24. October 2014

    Þessi mynd er svo krúttó! Og fallegur kimonoinn :)

  6. Hófí

    26. October 2014

    Sæl :-)

    Hef fylgst með blogginu þínu hér á trentnet í þó nokkurn tima og haft mjög gaman af, virkilega gaman að fylgjast með :-)
    Mig langaði að spyrja hvar þú fékkst fataslána hvítu sem allar fallegu flikurnar hanga á.

    • Svart á Hvítu

      26. October 2014

      Takk fyrir kveðjuna:) því miður þá er þessi bara af stórum lager sem pabbi starfar á, ég spreyjaði hana bara hvíta. Það er pottþétt ekkert mál að láta sérsmíða svona slá á e-u suðuverkstæði:)