Royal Copenhagen heimsfrumsýnir nú nýja línu af borðbúnaði sem ber heitið Blomst. Royal Copenhagen er gamalgróin dönsk postulínsverksmiðja sem stofnuð var árið 1775 og er borðbúnaður þeirra samofinn dönsku samfélagi og hafa heilu kynslóðirnar alist upp með “Blue Fluted” matarstelli sem þykir mjög eftirsótt í dag.
Það eru mikil tíðindi þegar svona klassískt og rótgróið hönnunarfyrirtæki kynnir nýja vörulínu, og var Blomst um fimm ár í vinnslu. Það var hollenski listamaðurinn Wouter Dolk sem túlkaði blómamynstrið í nýrri mynd en Blue Flower var annað mynstrið sem Royal Copenhagen kynnti árið 1779 og var það handmálað blómaskreytt stell innblásið af dönskum blómagörðum. Mikil nákvæmni var lögð í samsetningu forms, mynsturs, staðsetningu og stærð og er útkoman nútímaleg og klassísk í senn. Mikið afskaplega er þetta fallegt mynstur…
“With blomst, we have created something beautiful and meaningful.”
Wouter Dolk – Artist
Myndir via Royal Copenhagen
Skrifa Innlegg