Danski ljósaframleiðandinn Louis Poulsen frumsýndi í gær á hönnunarsýningunni í Stokkhólmi ótrúlega fallega koparútgáfu af Ph 3½-2½ borðlampanum. Í fyrra gaf Louis Poulsen einmitt út koparútgáfu af PH 3½ -3 loftljósinu í tilefni af 120 ára afmæli hönnuðarins Poul Henningsen og sló ljósið svoleiðis í gegn að þeir ákváðu að smella lampanum líka í sparigallann.
Með lampanum fylgja tveir skermar, einn gler og annar úr kopar og verða þeir seldir í takmörkuðu upplagi í Epal.
Koparinn er svo sannarlega ekkert á útleið ♡
Skrifa Innlegg