fbpx

NÝTT FRÁ IITTALA : VALKEA KERTASTJAKAR

HönnuniittalaUmfjöllun

Ástkæra iittala kynnti fyrr í sumar nýja og glæsilega kertastjaka sem eiga eflaust eftir að skreyta mörg heimili með haustinu. Núna er tími kertaljósa að renna upp með dimmum haust og vetrarkvöldum, en það er fátt huggulegra en flöktandi kertaljós sem skapa notalega stemmingu.

Valkea sem hannaður var af Harri Koskinen árið 2018 kemur í verslanir á morgun þann 7. september og verður fáanlegur í 6 fallegum litum.

Ég er hrifin af því hversu látlaus Valkea línan er því ég á það til að gefa kertastjökum ný hlutverk við borðhald t.d., undir salt. Ég er að minnsta kosti líklega eftir að bæta glæra við í safnið mitt, en ég á ágætt safn af ólíkum glærum iittala kertastjökum sem er gaman að blanda saman.

Hvernig lýst ykkur á þessa?

 // Fylgist einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

NORDSJÖ LITUR ÁRSINS 2019 // SPICED HONEY

Skrifa Innlegg