fbpx

NÝTT FRÁ IITTALA: ULTIMA THULE KERTASTJAKI

HönnunKlassík

Ultima Thule er mín uppáhalds lína frá Iittala, svo dásamlega falleg og klassísk. Glösin úr línunni eru með því fyrsta sem ég keypti mér sjálf í búið í þáverandi uppáhalds búðinni minni Saltfélaginu og ég nota glösin daglega, ég kýs nefnilega að eiga ekki sparistell heldur nota það fallegasta að hverju sinni á hinum venjulega degi, líka á mygluðum mánudagsmorgnum og ég lofa ykkur því að það gerir daginn ögn betri. Þó það sé Iittala eða Ikea, ilmvatnið eða spariskórnir – við eigum að nota hlutina okkar en ekki geyma í skápum fyrir betri tilefni. Tilefnið á að vera dagurinn í dag.

Ultima Thule línan var hönnuð árið 1968 af glerlistamanninum Tapio Wirkkala sem sótti innblástur til Lapplands en línan vísar í bráðinn klaka. Ultima Thule línan er í dag ein þekktasta vörulínan frá finnska hönnunarrisanum Iittala og þið kannist líklega flest við hana og eigið jafnvel nokkra hluti. Ultima Thule er einstök fyrir þær sakir að á baki hennar liggja meira en þúsundir klukkustunda sem fóru í að fullkomna glerblásturaðferðina til að ná fram þessari sérstöku áferð sem einkennir línuna og minnir á bráðinn klaka. Ultima Thule línan hefur stækkað töluvert og árið 2015 í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Wirkkala bættust við diskar sem sitja hátt á mínum óskalista og ásamt þeim bættust einnig við lítil freyðivínsglös ásamt könnu.

Núna voru hinsvegar að koma út fallegir sprittkertastjakar sem ég veit að munu slá í gegn, einfaldlega klassísk hönnun sem stenst alla tískustrauma. Mér skylst þó að eins og er fáist þeir aðeins í Iittala versluninni, en frá 11. nóvember munu þeir fást hjá öllum söluaðilum Iittala.

14639776_1589801604662339_7085314757091237260_n

14639731_1586706894971810_4209494055734460661_n

Fallegir ekki satt? Hér að neðan tók ég saman nokkrar myndir frá Instagram síðu Iittala sem ég mæli með að fylgja ef þið hafið áhuga á að sjá fallegar myndir í ykkar fréttaveitu, sjá meira hér.

skrift2

JÓLIN HJÁ H&M HOME ♡

Skrifa Innlegg