fbpx

NÝTT FRÁ IITTALA: AARRE VEGGHANKAR

HönnunKlassík

Ég kíkti fyrr í kvöld á opnun á nýrri verslun í Kringlunni, það var nefnilega að opna fyrsta sérhæfða Iittala verslunin á Íslandi en hún bætist þá í hóp fjölmargra Iittala söluaðila sem þegar eru á markaðnum og munu halda áfram að selja vörurnar svo það sé á hreinu:) Þar gat ég dáðst að öllu fíneríinu ásamt góðum vinkonum en toppurinn var þó að fá “goodie bag” með fallegum Kastehelmi kertastjaka. Ég átti engan fyrir þrátt fyrir að hafa safnað allskyns Iittala vörum í mörg ár og er því ægilega lukkuleg með nýja stjakann. Það væri skemmtilegt ef Iittala söluaðilar myndu taka upp á svona 3 fyrir 2 eða álíka tilboð með Kivi og Kastehelmi stjakana því þeir njóta sín oftast betur nokkrir saman og mér heyrist að sé oft í gangi í nágrannalöndum. – Góð hugmynd sem kannski ratar á réttan stað;)

Ég fékk þessa mynd að neðan í láni af Pinterest síðunni hennar Hafdísar Hilmarsdóttur en myndina tók hún sjálf á heimili sínu sem er afar fallegt, sjá hér.  Mér finnst þetta mjög falleg blanda af Kivi og Kastehelmi stjökum og litirnir eru alveg minn tebolli.

172c3bca442e11e589f4ba107834f44d-1

Tilgangur færslunnar var þó annar en að monta mig af nýjum kertastjaka, ég vildi nefnilega sýna ykkur nýjung frá Iittala sem ég rakst á í kvöld en það er greinilega svo nýtt að það er ekkert efni um það komið á netið. Það voru vegghankar sem heita Aarre og eru hannaðir af Aalto+Aalto, Salo og Penttinen. Hankarnir eða veggskartið eins og stóð á blaðinu hjá þeim eru bæði til skrauts eins og listaverk en eru einnig hentugir til að hengja á þá persónulega muni. Hankarnir eru munnblásnir og dálítið í anda glerfuglanna frægu og verða því líklega nokkuð dýrir en vá hvað mér þóttu þeir vera fallegir. Þeir voru/eru líka framleiddir undir eftirliti Oiva Toikka sem er einn af gömlu meisturunum hjá Iittala og skapara Toikka fuglanna fögru, og eru hankarnir einskonar óður til Oiva Toikka og hans þekkingar á glerlist. Þessir tveir neðstu skora mjög hátt hjá mér, en myndin er ekki alveg að fanga fegurð þeirra nægilega vel.

20150408_200519_resized

Þar sem að ekkert er komið á netið um þessa fallegu Aarre hanka þá fær þessi símamynd að duga í bili.

Þessi færsla er ekki kostuð, hún er eingöngu til gamans gerð:)

x Svana

BJARTUR: NÝTT Í BARNAHERBERGIÐ

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Þóra

    8. April 2015

    ómæ! en fallegt

  2. Margrét

    8. April 2015

    veistu verðið á þessum neðst til hægri? fullkominn!

    • Svart á Hvítu

      9. April 2015

      Nei því miður, ég sá ekkert verð hjá þeim… en verðin á fuglunum (sem eru svipaðir þessum) eru alveg 20-100… ætli þessi verði þó ekki ódýrastur af þeim öllum, það má þá leyfa sér að dreyma um hann haha:)

  3. Anna Ragnarsdóttir Pedersen

    9. April 2015

    Vá hvað þetta eru fottir hankar!

  4. María Rut Dýrfjörð

    9. April 2015

    Þessi neðri til vinstri fangaði strax augað. Hugsa að ef snögunum er valin rétt staðsetning þá gætu þeir komið mjööög vel út. Hvað eru þeir sirka stórir í þvermál?

    • Svart á Hvítu

      9. April 2015

      Þessi stærri til vinstri minnti mig smá á Muuto viðarhankana í stærð og lögun:) Aðeins minni en sá stærsti myndi ég segja…

      • María Rut Dýrfjörð

        10. April 2015

        Spennandi – mögulega eitthvað til að setja á óskalistann langa!

    • Svart á Hvítu

      9. April 2015

      Hæhæ, hún heitir bara iittala:) er á neðri hæðinni þar sem Casa var.