fbpx

NÝTT // BLEIKT & FALLEGT FRÁ BITZ

Eldhús

Það voru að bætast við nýir og fallegir litir við stellið frá Bitz og þið megið giska á hvaða lit ég er með augastað á – ég á nú þegar svarta matardiska úr stellinu og kem til með að bæta við það morgunverðarskálum, eldföstum mótum og fleiru með tímanum. Það má jú lengi á sig bæta fallegum hlutum, hvað þá þegar notagildið er svona gott.

Christian Bitz er ekki bara hönnuður heldur státar hann einnig af meistaragráðu í næringarfræði og er hans ástríða sú að fá fólk til að borða hollann mat og stunda heilbrigðan lífstíl og er stellið hans hannað þannig að þú eigir auðveldara með að fá skilning á skammtastærðum og það að lifa hollum lífstíl eigi að vera skemmtilegt og auðvelt og augljóslega líka smart!

Þessi litadýrð er æðisleg, sjá hvað þetta myndi lífga við matarboðið! Ég er almennt mjög hrifin af því að blanda saman borðbúnaði úr mörgum áttum og er þessvegna mjög hrifin af þessum fjölbreyttu litum sem er jafnvel hægt að para við borðbúnað sem við eigum nú þegar. Þá held ég áfram að bæta við á óskalistann minn langa ♡

 // Fylgist einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

HELGARINNBLÁSTUR -

Skrifa Innlegg