fbpx

HELGARINNBLÁSTUR –

Fyrir heimiliðPersónulegt

Helgarinnblástur í boði Pinterest – ég hef verið önnum kafin undanfarna daga, þið vitið líklega afhverju, en vá hvað það eru spennandi tímar framundan. Þið hafið mörg verið að spurja mig út í framkvæmdirnar og hvað við ætlum að gera mikið, staðan er sú að við ætlum að gera allt hægt og rólega en ég er sannfærð um að það verði gott að byrja á því að flytja inn – þegar loftið er komið – og þá sjáum við betur hvernig við viljum hafa hlutina. Breytingar á t.d. baðherbergi eru gífurlega kostnaðarsamar og ef þær eru ekki nauðsynlegar þá er vissulega fínt að spara pening fyrir þeim breytingum sem við ætlum að gera… Aðeins á nokkrum dögum fór kostnaðarhugmyndin mín langt út um gluggann, en efnið í loftið var u.þ.b. þrefalt dýrara en ég átti von á haha, en vinnumennirnir mínir voru ekkert hissa. Svo ég fæ kannski að spara nokkrar hugmyndir í kollinum fram á vor;)

Vonandi verður helgin ykkar góð!

Myndir via Pinterest / Svartahvitu 

 // Fylgist einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

NÝJA HEIMA : STAÐAN

Skrifa Innlegg