fbpx

NÝ HÖNNUN: SCINTILLA SPEGLAR

Íslensk hönnun

Nýlega var ég í boði hjá Siggu Sigurjóns stofnanda Spark Design Space, í skoðunarferð minni um heimilið hennar rakst ég á einn fallegasta spegil sem ég hef augum litið. Hún sagði mér að þetta væri fyrsta eintakið af speglum sem við ætlum að sýna í Sparki þann 21.nóvember og væri frá Scintilla. Eftir boðið hafði ég samband við stelpurnar hjá Scintilla til að forvitnast meira um speglana og loksins fékk ég grænt ljós á að skrifa um þá. Það var nefnilega verið að opna fyrir söfnun á Karolinafund.com til að koma þessari framleiðslulínu á markað sem nánar má kynna sér Hér.

b3938224a1a8c9e413becf30a4372fbd

Speglarnir eru sandblásnir bæði að framan og aftan. Þegar spegill er sandblásinn að aftan þá hverfur málmfilman og þá speglar sá flötur ekki lengur. Speglanir er svo með grafík í lit sem málað er aftaná sem sést í gegn þar sem sandblásið er á bakhliðinni. Samspil þessara þriggja laga af grafík myndar fallega þrívídd. Gráu fletirnir eru sandblástur framaná, hvítu fletirnir eru sandblástur aftaná og litafletir er lökkuð grafík á bakhlið spegilsins.

tumblr_mvcpcbxTP61rix9n4o2_r2_1280

“Í upphafi þegar ég byrjaði að leggja línurnar að stíl Scintilla þá var það ljóst að ég hafði ekki áhuga á módernískum stíl heldur miklu frekar post-módernískum. Í post-módernískum stíl eru tilvitnanir til fortíðar og í aðrar stíltegndir í skreytilistarsögunni og þær settar í nýtt samhengi. Í módernískum stíl er öllum hefðum og sögu fleygt og byrjað á núllpunkti með línu, ferning og hring. Ég hef miklu meiri áhuga á samhengi hlutana, hvernig hugmyndir þróast í gegnum listasöguna, hefðum og tilurð þeirra.

Í hönnun Scintilla er sterk tilvitnun í sögu skreytilistar t.d í Art deco og Memphis hópinn frá 9. áratugnum. Með því að fást við post-módernískan stíl reynir miklu meira á þekkingu á listasögunni og skilning á hefðum.

Þegar ég sýndi fyrst vörur undir vörumerkinu Scintilla í galleríi á Skólavörðustíg fyrir um 4 árum þá sýndi ég vörurnar á speglum sem lágu á gólfinu. Árið 2010 sýndi ég nýjar vörur í Spark Design Space á Hönnunarmars. Þá hannaði ég rúmgafl með útskornum speglum. Speglarnir áttu einhvern vegin við, þeir tilheyrðu Scintilla. Speglar voru líka áberandi á Art deco og hjá Memphis hópnum. Í desember síðastliðnum var ég stödd á kúbverskum veitingastað í Miami sem var frá Art deco tímabilinu. Staðurinn var þakinn speglum með skreytingum sem voru gerðar með því að skafa málmfilmuna aftan af speglunum. Þá fékk ég þessa hugljómun. Þessi stund er ástæðan fyrir því að ég ákvað að gera línu af Scintilla speglum.” segir Linda Björg Árnadóttir stofnandi Scintilla.

tumblr_mvc0agokwK1rix9n4o7_r1_1280

tumblr_mvcpcbxTP61rix9n4o1_r1_1280

Screen Shot 2013-10-28 at 9.20.43 PM

Hér að ofan má sjá tölvuteikningu af speglunum, ég mun sýna ykkur myndir af þeim þegar þeir eru tilbúnir.

tumblr_mvdqmr0Ejw1rix9n4o1_1280

Hægt er að styrkja verkefnið með allt frá 10 uppí 550 og þá færðu annað hvort Scintilla plakat eða sandblásinn spegil sem kemur í fimm misumandi stærðum. Ég hef fengið gífurlega margar fyrirspurnir um Scintilla plakatið mitt allt frá því að ég birti fyrst myndir af því, það varð þó uppselt fyrir löngu og því gleðja þessi nýju plaköt vonandi marga sem sjá má brot af hér fyrir ofan og neðan.

tumblr_mvdqmr0Ejw1rix9n4o2_1280

Með því að styrkja þetta verkefni Scintilla ert þú ekki bara að hjálpa ungu vörumerki að koma nýrri framleiðslulínu á markað, heldur ert þú að styðja við nýsköpun á Íslandi og við grein sem er að taka sín fyrstu skref. Og það besta er að þú getur með þessu eignast vandaða og framsækna íslenska hönnun á góðu verði sem mun endast vel.

Scintilla vörur eru vandaðar, framleiddar í Evrópu þær eru umhverfisvænar og “fair trade.” Ef fólk kaupir Scintilla vörur í gegnum Karolina Fund þá fær það vöruna á betra verði en hún er á úti í búð.

Endilega kynnið ykkur þetta frábæra verkefni HÉR og nælið ykkur annað hvort í spegil eða plakat.

Scintilla hefur lengi verið eitt mitt uppáhalds hönnunarmerki og ég er mjög spennt fyrir þessari nýju línu ásamt sýningunni í Spark. Ég veit allavega hvort ég ætla að næla mér í:)

UGLUÆÐI?

Skrifa Innlegg