fbpx

NORDSJÖ LITUR ÁRSINS 2019 // SPICED HONEY

Fyrir heimiliðUmfjöllun

Þá hefur sænski málningarframleiðandinn Nordsjö tilkynnt hver verður litur ársins 2019 og var það liturinn Spiced Honey, hlýlegur og ljósbrúngylltur litatónn sem varð fyrir valinu og megum við því eiga von á því að sjá meira af jarðlitum með haustinu. Spiced Honey fer þó vel með mörgum öðrum litum og parast sérstaklega vel við vínrauðan, svartan, ljósbláan og bleikan lit samkvæmt litasérfræðingum en Nordsjö er leiðandi á Norðurlöndunum í málningu og velur lit ársins í samráði við helstu litaspekúlanta, trend-spámenn, hönnuði og arkitekta. Núna verður því spennandi að sjá hvort við fáum að sjá falleg Spiced Honey máluð heimili með haustinu!

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=WBZ2APDF1gM]

Hér að neðan má sjá litatóna sem fara vel með Spiced Honey,

/ Myndir via Nordsjö 

Hvernig er Spiced Honey að leggjast í ykkur? Ég persónulega átti von á öðrum lit sem lit ársins en er engu að síður spennt að sjá hvernig undirtektir þessi ljósbrúngyllti litur fær. Fyrir áhugasama þá er Sérefni umboðsaðili Nordsjö á Íslandi þó svo að þessi færsla sé einungis skrifuð af einskærum áhuga mínum fyrir litaspá hvers árs  – eins og þið hafið séð hér á blogginu undanfarin ár.

 // Fylgist einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

FALLEGT HEIMA HJÁ SÖGU SIG LJÓSMYNDARA & LISTAKONU

Skrifa Innlegg