Ef það er eitthvað sem mig langar að gera um helgina þá er það að fylla heimilið af blómum og helst að bæta einni plöntu við safnið. Ég held að það sé einmitt það sem ég þarf á að halda þessa dagana fyrir geðheilsuna en falleg blóm og plöntur færa mér alltaf vissa gleði ♡ Í samstarfi við verslunina Epal vildi ég kynna fyrir ykkur að um helgina er hægt að næla sér í 15-25% afslátt af blómapottum og blómastöndum í tilefni þess að vorið er á næsta leyti. Núna er líka rétti tíminn til að umpotta plönturnar okkar sem þurfa á því að halda og því tilvalið að leyfa sér nýjan og fallegan blómapott undir þessar elskur. Ég hef lengi verið með augun á bleika plöntuboxinu frá Ferm Living og gyllti standurinn sem hægt er að bæta við hann gerir það alveg ómótstæðilegt.
Ferm Living – Iittala – Menu – Hay – AYTM og annað fínerí situr á óskalistanum. Ég sé fyrir mér þennan stóra svarta frá Ferm Living undir uppáhalds plöntuna mína, Strelitziuna. Plöntuboxið væri svo fullkomið í forstofuna þar sem einnig væri hægt að leggja frá sér smáhluti sem eiga það til að týnast.
Þið getið skoðað úrvalið í vefverslun þeirra – sjá hér – en núna er einnig í boði frí heimsending á öllum pöntunum sem er jákvætt fyrir okkur sem viljum helst halda okkur innandyra ♡
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg