fbpx

NINE KIDS OPNAR GLÆSILEGA & ENN STÆRRI VERSLUN Í DAG

Samstarf

Nine Kids er ein glæsilegasta barnavöruverslun landsins og frá deginum í dag er hún einnig ein sú stærsta þar sem ný og stærri verslun opnar með pomp og prakt í þeirra nýju heimkynnum, Bæjarlind 6. Það hefur verið gaman að fylgjast með versluninni stækka svo ört og ég get sko sagt ykkur það að nýja verslunin er alveg einstaklega falleg en ég hef aðeins verið að fylgjast með framkvæmdum síðustu daga. Þær Helga og Sigga eigendur Nine Kids eru sannkallaðir fagurkerar og sjá þær um að velja inn allar fallegu vörurnar í búðina sína en fengu þær með sér í lið hana Söru Dögg Guðjónsdóttur innanhússhönnuð til að hanna nýju verslunina. Ég kem til með að segja ykkur betur frá hönnuninni á næstu dögum ásamt því að fá Söru Dögg til að deila með okkur smá frá ferlinu.

Í tilefni opnunarinnar og í samstarfi við Nine Kids finnst mér gaman að segja ykkur frá glæsilegum tilboðum sem munu standa yfir dagana 1. – 5. nóvember en þar má nefna 40% afslátt af That’s Mine textílvörum (Leaves Stripe), 25% afslátt af öllum fatnaði, Little Dutch viðarleikföngum, Stuckies sokkum, Lansinoh brjóstagjafavörum og Scoot & Ride Blueberry+Peach hlaupahjólum og hjálmum. Ásamt 25% -40% afslætti af völdum Cybex bílstólum og 25% afslætti af Cybex Talor S Lux kerrum.  Hér má því aldeilis gera góð kaup!

Til hamingju með nýju og glæsilegu verslunina ykkar elsku Helga og Sigga!

Ég hvet ykkur til að kíkja við hjá þeim í Bæjarlind 6, sjón er sögu ríkari.

ÆÐISLEG ÞAKÍBÚÐ MEÐ SMART SKÁPALAUSNUM

Skrifa Innlegg