fbpx

NÆSTA FÖNDRIÐ Á DAGSKRÁ…

BarnaherbergiDIYIkea

Þar sem að ég er enn stödd í London og komin með vott af fráhvarfseinkennum frá syni mínum þá kemur ekkert annað til greina en að spá í barnaherbergjum í þessari færslu. Mig hefur lengi langað til að breyta barnaeldhúsi frá Ikea en það eru til ótrúlega margar skemmtilegar hugmyndir á netinu. Sonur minn fékk reyndar í láni krakkaeldhús frá frænkum sínum rétt fyrir jól en eins skemmtilegt og það er þá hentar það mínum smekk afskaplega illa í sínum fagurrauða lit og úr plasti. Viðareldhúsið frá Ikea heillar mig hinsvegar töluvert meira og því er auðveldlega hægt að breyta, vinsælar útfærslur hafa verið t.d. að setja filmu á borðplötuna, veggfóður á vegginn og sætar höldur sem takka á eldavélina en möguleikarnir eru endalausir eins og þið sjáið á myndunum hér að neðan.

1efd43a3ad0eb8a129736f43beae150d

Hversu krúttlegt er að vera með lítið krakkaeldhús í stíl við eldhúsið á heimilinu?

c54392278f16922e88c479ee4214dfad

Ég er þegar búin að ákveða í hvernig stíl mig langar til að breyta eldhúsinu hans Bjarts, en þrátt fyrir að hafa ekki byrjað á verkinu er það næsta strax komið á dagskrá en það er leiktjald í herbergið! Hversu gaman væri nú að klára loksins þessi verkefni sem er búin að sitja á listanum í u.þ.b. ár:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

LATELY

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Guðrún Valdimarsdóttir

    8. January 2016

    Ég ELSKA þetta eldhús og hef oft spáð í að kaupa það handa sonum mínum en einhvernveginn aldrei gert það. En veistu hvort vaskurinn og kraninn komi líka gulllitaðir eða hvort fólk hafi bara spreyað þá?