fbpx

NÆST Á DAGSKRÁ // MAKE UP STUDIO HÖRPU KÁRA

Persónulegt

Hvað er að frétta af mér? Jú ég ákvað að hrista aðeins upp í tilverunni minni og skrá mig með engum fyrirvara í förðunarnám hjá Make Up Studio Hörpu Kára og VÁ hvað það eru búnir að vera skemmtilegir síðustu dagar! Þetta er svo sannarlega ný áskorun en það er stundum gott að geta ennþá komið sjálfum sér á óvart og upplifa eitthvað nýtt. Eins og einhver ykkar tókuð eflaust eftir hjá mér á instagram þá kíkti ég í heimsókn í lok síðustu viku í Make Up Studio Hörpu Kára þar sem ég ætlaði að óska Hörpu til hamingju með glæsilega förðunarskólann sinn og var það dýrkeypt heimsókn haha. Þeir sem þekkja til Hörpu vita að hún er einn mesti snillingur sem hægt er að finna, jafnframt því að vera einn færasti förðunarfræðingur landsins þá hefur hún líka ansi góðan húmor og í hálfgerðu gríni seldi mér þá hugmynd að mæta á mánudaginn í förðunarnám.

Og hér er ég.

Núna er því A – týpan mætt á svæðið sem vinnur á kvöldin og undirbýr nesti fyrir daginn eftir til að þrauka í gegnum langa og vel skipulagða daga. Ég er ekki alveg viss um að ég þekki þessa Svönu en mér er farið að líka ansi vel við hana! Þið sem lesið Trendnet vitið líklega að elskuleg Guðrún Sørtveit er ein af nokkrum frábærum kennurum við skólann og ég get ekki beðið eftir að drekka í mig þekkinguna sem þessir snillingar bjóða upp á.

Ert þú búin/n að prófa eitthvað nýtt nýlega? Ég mæli með því ♡

 // Fylgist einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

NÝTT FRÁ BY LASSEN // MINI KUBUS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Andrea

    26. September 2018

    Jesssss Svana
    Ég er svo hrikalega agnæð með þig ❤️