fbpx

MYNDIR HÉÐAN HEIMA

Fyrir heimiliðPersónulegt

Ég elska að hafa blóm og greinar helst í öllum vösum á heimilinu og núna iðar heimilið hreinlega af lífi. Núna er ég með eucalyptus á borðstofuborðinu, fallegar gular páskagreinar á stofuborðinu og eldhúsinu ásamt bleikum rósum, og í stórum vasa í stofunni eru Magnolia og ‘Cherry blossom’ greinar. Ég var í svo skemmtilegu verkefni fyrir stuttu síðan þar sem ég fékk að stílisera myndatöku og var svo heppin að geta tekið blómin með mér heim og skreytt heimilið. Það verður allt svo mikið fallegra með blómum og þessvegna er ég alveg sérstaklega glöð að loksins sé komið aftur í tísku að hafa þurrkuð blóm til skrauts sem hægt er að njóta lengur. Ég er með einn vasa sem ég safna núna í þurrkuðum blómum úr blómvöndum sem ég hef átt, sum eru sérstaklega góð til þurrkunar og svo er fallegt að blanda þeim við hefðbundin strá, einnig eru margar verslanir farnar að bjóða upp á úrval af þurrkuðum eða gerviblómum. Skoðum það saman sem fyrst ♡ Ég smellti af nokkrum myndum af blómunum hér heima sem mig langar til að deila með ykkur  –

Ég fékk senda fallega gjöf nýlega frá Purkhús en það voru falleg fjaðrablóm í allskyns litum. Bleiku fjaðrirnar eru tilvaldar á kirsuberja og Magnolia greinarnar mínar áður en þær blómstra en hina litina er ég líka að prófa mig áfram með.

Liturinn á veggnum er liturinn minn : Svönubleikur ♡

Ég sé svona eftirá að ég hefði mögulega mátt strjúka af fallegu Sjöstrand kaffivélinni minni fyrir myndatökuna haha – en kaffið er þó sem betur fer jafn gott ♡ Fallegu gulu páskagreinarnar fann ég í Garðheimum – en þær eru ómissandi partur af páskunum að mínu mati.

Fyrir áhugasama um heimilispælingarnar mínar þá stefni ég ennþá á nýja borðplötu í eldhúsið og nýtt eldhúsborð í staðinn fyrir það sem ég er með í láni frá mömmu.  Krossa alla fingur og tær að það verði sem fyrst!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

TRYLLT FYRIR & EFTIR HJÁ ÁSU NINNU

Skrifa Innlegg