fbpx

MÚMÍN TIL STYRKTAR RAUÐA KROSSINUM – MOMENTS OF KINDNESS

FréttirHönnun

Nýja Múmín vörulínan sem kemur út í dag er með svo fallegum boðskap og minnir okkur á hve lítil góðverk hafa mikil áhrif. “Við viljum gjarnan hvetja fólk til að sýna öðrum góðvild og þannig lífga uppá dag náungans. Ég held að við getum öll sammælst um að í augnablikinu þarf heimurinn á meiri góðvild, vináttu og samveru að halda en nokkru sinni fyrr. Múmínfjölskyldan sýnir okkur öllum gott fordæmi með samkennd og tillitssemi sinni.”

Moments of Kindness – litlar gjörðir, mikil áhrif

Í samstarfi við Rauða krossinn hefur Arabia sett á markað nýja Múmín vörulínu sem er ætlað að minna okkur á að lítil góðverk geta oft haft mikil áhrif. Vörulínan er skreytt teikningum sem Tove Jansson gerði fyrir Rauða krossinn í Finnlandi árið 1963.  Vörulínan inniheldur tvo bolla, disk og skál, en fyrir hvern seldan hlut hér á landi fer 1 Evra til góðgerðarstarfs Rauða krossins á Íslandi. 

Ákveðið hefur verið að sú upphæð sem safnast hér á landi verði nýtt til að styrkja vinaverkefni Rauða krossins, sem snýst meðal annars um að sýna náunganum góðvild. Vinir eru sjálfboðaliðar Rauða krossins sem heimsækja fólk á heimili þess, stofnanir, sambýli, dvalar- og hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur til dæmis verið spjall yfir góðum kaffibolla, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis. Reynt er að mæta þörfum og óskum gestgjafa eins og kostur er, en hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.

Moments of Kindness – litlar gjörðir, mikil áhrif

Í tilefni samstarfs Arabia og Rauða krossins er fólk um allan heim hvatt til að sýna hverju öðru góðvild með litlum góðverkum sem geta mögulega haft mikil áhrif. Þetta gæti t.d. verið að bjóðast til að halda á innkaupapokum fyrir ókunnugan, skrifa fallega orðsendingu til samstarfsmanns, senda póstkort til ættingja eða jafnvel kaupa blóm fyrir ástvin. Eins væri einfaldlega hægt að styðja við starfsemi Rauða krossins.

“Við viljum gjarnan hvetja fólk til að sýna öðrum góðvild og þannig lífga uppá dag náungans. Ég held að við getum öll sammælst um að í augnablikinu þarf heimurinn á meiri góðvild, vináttu og samveru að halda en nokkru sinni fyrr. Múmínfjölskyldan sýnir okkur öllum gott fordæmi með samkennd og tillitssemi sinni.” segir Mirka Paasikangas, alþjóðlegur almannatengsla- og samskiptastjóri hjá Arabia.

Vörurnar fara í sölu á Íslandi í dag, mánudaginn 29. ágúst og verða í boði út árið eða á meðan birgðir endast.

NÝTT GORDJÖSS BARNAVÖRUMERKI // THAT'S MINE

Skrifa Innlegg