fbpx

MIÐVIKUDAGS

Fyrir heimiliðPersónulegt

IMG_20140708_220626

 Ég fór í smá plöntuleiðangur í gær í leit af plöntu sem ber heitið Rifblaðka eða Monstera Deliciosa, eftir dágóða leit í nokkrum búðum og án árangurs datt ég niður á þessa í Bauhaus sem heitir Kókosplanta ef ég man rétt. Mig dreymir hinsvegar ennþá um hina plöntuna og ég skal finna hana innan skamms, það voru reyndar til tvær slíkar í Garðheimum en mér leist ekki nógu vel á þær.

Það er ótrúlegt hvað plöntur gera heimilið örlítið heimilislegra… það fylgdi reyndar eitt annað pottablóm með heim úr þessari verslunarferð, en þó ekki jafn glæsilegt og þetta:)

#EPALDESIGN SIGURVEGARI

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Sonja Jónsdóttir

    9. July 2014

    Hvar fékkstu þessa æðislegu mynd? :)

    • Svart á Hvítu

      9. July 2014

      Hún er frá Scintilla og er því miður hætt í framleiðslu….

  2. Ég einmitt fór í síðustu viku í monstera leiðangur og sá þessar tvær í Garðheimum en einmitt leist ekki aaaalveg nógu vel á þær. Í staðinn fékk ég stakt monstera laufblað, sem ég er með í vasa, og einn þykkblöðrung. Ef þú finnur verslun einhverstaðar sem selur hina gullfallegu monstera máttu senda mér línu ;)

    Þessi hinsvegar er líka mjög falleg og sómar sér vel hjá þér.

    Kveðja plöntusafnarinn!

    • Svart á Hvítu

      10. July 2014

      Geri það, og sömuleiðis;)
      Við skulum finna þessa plöntu haha

  3. Rebekka Pétursdóttir

    10. July 2014

    ég keypti mér monstera plöntuna fyrir rúmlega ári síðan. þær eru voða lúnar í garðheimum, mig minnir að þeir hafi mögulega verið að selja þær í Ikea þegar ég fékk mína.

  4. Katrín

    10. July 2014

    hvað kostar svona kókosplanta í bauhaus? :)

      • Svart á Hvítu

        10. July 2014

        Held það hafi verið e-ð 2 fyrir 1 tilboð og því hafi hún verið á hálfvirði? En það ætti þá ennþá að vera í gangi:)