Ég fór í smá plöntuleiðangur í gær í leit af plöntu sem ber heitið Rifblaðka eða Monstera Deliciosa, eftir dágóða leit í nokkrum búðum og án árangurs datt ég niður á þessa í Bauhaus sem heitir Kókosplanta ef ég man rétt. Mig dreymir hinsvegar ennþá um hina plöntuna og ég skal finna hana innan skamms, það voru reyndar til tvær slíkar í Garðheimum en mér leist ekki nógu vel á þær.
Það er ótrúlegt hvað plöntur gera heimilið örlítið heimilislegra… það fylgdi reyndar eitt annað pottablóm með heim úr þessari verslunarferð, en þó ekki jafn glæsilegt og þetta:)
Skrifa Innlegg