fbpx

2135

Persónulegt

2135 er númerið sem ég fékk upp þegar ég skráði mig í Meistaramánuð. Ég er búin að skrifa niður markmiðin mín (það skiptir öllu máli að skrifa þau niður), flest þeirra tengjast ræktun á líkama og sál, skipulagningu, lestri á nokkrum bókum sem setið hafa á hakanum ásamt litlum hnökrum sem mig hefur langað til að laga með sjálfa mig. Eitt markmiðið var líka að blogga á hverjum degi! Hver eru þín markmið?

P.s. Athugasemdakerfið er búið að vera í smá rugli en ætti að vera komið í lag, endilega tékkaðu;)

WRONG FOR HAY

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Daníel

    24. September 2013

    jejj blogg á hverjum degi hlakka til og gangi þér vel með þetta :)

  2. Kristbjörg Tinna

    24. September 2013

    Ég hlakka til að skrá mig!! Deilum markmiðum okkar svo í næsta saumó :)

  3. Hilrag

    24. September 2013

    jíha! ég þarf að setjast yfir markmiðin mín líka – djöfull verðum við flottastar í lok okt ;)

    xx

    • Svart á Hvítu

      24. September 2013

      Já ég verð komin í form eftir mánuð ! haha ein mega bjartsýn;)

  4. Bryndís

    24. September 2013

    Blogg á hverjum degi er gjöf til okkar – ánægð með það markmið

    Ég setti mér það markmið að fara snemma að sofa (í von um að ég vakni þá fyrr)

    • Svart á Hvítu

      24. September 2013

      Það nefnilega helst bara ekki alltaf í hendur hef ég komist að haha:) En annars er það reyndar markmið sem ég þyrfti að stefna að.. ásamt því að hætta að sofa yfir mig. Þessi listi getur svo auðveldlega orðið endalaus. Meistaramánuður út árið til að ná að klára listann:)

  5. Valdís

    25. September 2013

    VEI!!! Blogg á hverjum degi er sannkölluð gjöf :D
    Ég tek líka þátt og er með nokkur markmið;
    vakna fyrir kl.08 alla virka daga, engar kökur nema á nammidögum, ekkert áfengi og ræktin alla þá daga sem ég er ekki í aukavinnunni :D
    Einnig ætla ég mér að koma kærastanum á óvart 1x í viku með óvæntri bíóferð, góðum mat, eða bara aukalegu knúsi.
    Hlakka til að fylgjast með þér í meistaramánuðnum :D

    • Svart á Hvítu

      25. September 2013

      Okey þetta síðasta hljómar mjööög skemmtilega! Þarf að leggja þessa hugmynd undir minn, því ég myndi vilja fá það sama á móti frá honum haha:)

  6. Anna

    25. September 2013

    Ánægð með þig að blogga á hverjum degi! :) Annars langaði mig að spurja þig hvort þú vissir frá hvaða merki gler flöskur sem ég sá í Epal í fríhöfninni um daginn eru. Þær voru glærar með mismunandi lituðum gúmmí töppum, komu í tveimur eða þremur stærðum. Takk kærlega

    • Svart á Hvítu

      25. September 2013

      Hæhæ, ég er búin að hugsa þetta í allan dag, fyrst datt mér í hug karöflurnar Iced frá Royal VBK, en ég held þú eigir ekki við þær.. Ég er bara alveg tóm hvað þessar flöskur heita, gætir prófað að senda póst á Epal í fríhöfninni, er ekki viss um að þau séu með þessar flöskur í versluninni í Skeifunni.
      -Svana

      • Anna

        1. October 2013

        Æji takk, ég er loksins búin að komast að þessu, flöskurnar eru frá Retap og eru fullkomnar undir ferska safa ;)

  7. Helgi Ómars

    27. September 2013

    Hvað ef þú deilir markmiðunum þínum mín kæra? Ég er svo forvitinn! x