Áhugasamir um innanhússhönnun gætu þótt þessar fréttir áhugaverðar. Fyrr í kvöld tilkynnti ameríski stjörnuhönnuðurinn Kelly Wearstler að hún yrði fyrsti innanhússhönnuðurinn til að kenna námskeið hjá MasterClass og bætist þar í hóp kennara á heimsmælikvarða. Þið ættuð eflaust nokkur að kannast við MasterClass prógrammið en þetta eru stutt fjarnámskeið í nánast flestu því sem hugurinn girnist. Kennararnir eru fólk úr bransanum sem er búið að mastera sitt fag, þar má nefna Anna Wintour, Marc Jacobs, Diane Von Furstenberg, Frank Gehry, Shonda Rimes og ó svo margir aðrir sem eru á meðal þekktustu listamanna samtímans.
Kelly Wearstler er einn þekktasti ameríski innanhússhönnuðurinn og einstaklega fær á sínu sviði. Ég nýt þess að minnsta kosti að fylgjast með hennar verkum á Instagram @kellywearstler
“Heimilið þitt er spegilmynd af því hvernig manneskja þú ert … “
Eins og gefur að skilja þá hef ég ekki reynslu af þessum námskeiðum en datt þó í hug að deila áfram með áhugasömum. Það þarf einnig varla að taka fram að hér er ekki á ferð Skandinavíski stíllinn sem við erum vön að sjá og það útskrifast enginn þaðan sem hönnuður. Eingöngu gert til gamans og hjálpar mögulega mörgum að sjá hvar áhuginn liggur ♡ Sjá meira hjá MasterClass.
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg