fbpx

MÁLAÐU HILLUR & VEGGI Í SAMA LIT

Fyrir heimiliðHugmyndir

Af öllu því sem mig langar til að gera á heimilinu mínu þá er ofarlega á listanum að mála stofuna í einhverjum hlýjum og fallegum lit. Það hefur orðið mjög vinsælt undanfarið að hillur og veggir séu málaðir í  sama lit og útkoman er ekkert nema dásamlega falleg, það er svo mikil ró sem færist yfir annars yfirfullar hillurnar og hlutirnir og allt puntið nýtur sín töluvert betur fyrir vikið. Það hafa margir látið á þetta reyna og oftar en ekki með ódýrum Ikea hillum sem samstundis virðast vera sérsmíðaðar og elegant þegar að þær falla svona vel inn í umhverfið. Fróðir menn segja að þó sami litur sé valinn þá þurfi að nota sitthvora málninguna á veggi og hillur – sérstaklega ef þær eru plasthúðaðar eins og margar Ikea hillur eru.

nordsjo-r4-05-62-tildab-damernasvarld-se-4-446x669

Sjáið hvað stofan verður glæsileg og hlutirnir á hillunni njóta sín ótrúlega vel.

nordsjo-sofistikerad-anna-kubel-2-500x755

Nokkrir hafa breytt Välje hillunum frá Ikea, snúið þeim á hlið og svo málað í fallegum lit.
162c80629ce934bd3aab5b70a512e2a9

3596ea435b8cfe1bf873922b92ecf775 4070acb3f3ca3ee06f9ea29e51dbfa12

Hér er skenkurinn og hillurnar hafðar í sama lit og veggurinn, svo fallegt!

fd9de161c55253be1f8cc05480f2cd79

Hér hefur rúmgafl verið málaður í sama lit og veggurinn.

nordsjo-deep-paris-emily-slotte-2

Og síðast en ekki síst þá er það þessi mynd úr fallegu barnarherbergi sænska bloggarans Emily Slotte, hér þarf að sjálfsögðu að veggfesta hillurnar en einnig er gott að spartla í hillugötin til að ná fram þessu sérsmíðaða fágaða útliti.

// Í færslu sem málningarverslunin Sérefni skrifaði um – sem veitti mér innblástur að þessari færslu- má sjá nöfnin á litunum á mörgum hillum sem sjá má hér að ofan ásamt því hvernig lakk og málningu er best að nota. Mæli með!

svartahvitu-snapp2-1

EINSTAKLEGA FALLEGT SVEFNHERBERGI

Skrifa Innlegg