EINSTAKLEGA FALLEGT SVEFNHERBERGI

Svefnherbergi

Þetta einstaklega fallega svefnherbergi hittir mig alveg beint í hjartastað, ég get varla ímyndað mér huggulegra svefnherbergi og litapallettan er fullkomin. Sjáið hvað grái liturinn á veggjunum passar vel við grá-fjólubláa litinn á gardínunum og rúmfötum, og motturnar á gólfinu gera herbergið ennþá hlýlegra. Þarna gæti ég svo sannarlega hugsað mér að sofa ♡

1 2 3 4

Litirnir draga mig alveg inn í herbergið, svo ótrúlega vel heppnuð samsetning. Grár, grá-fjólublár, svartur, hvítur ásamt náttúrulegum elementum eins og við, bast og plöntum. Þessi lagskipting á textíl í rýminu gefur síðan svo mikla dýpt og kemur mjög vel út ásamt því að mála ekki grátt upp í loftið – sem er mjög hátt, hjálpar einnig til við þessa notalegu stemmingu.

5

Myndir: Niki Brantmark / My Scandinavian Home. Stílisering : Genevieve Jorn.

Ég veit ekki hvað það er en þegar ég sit svona frameftir á kvöldin að skrifa þá dett ég alltaf í gírinn að sýna ykkur falleg svefnherbergi:) Það verður að viðurkennast að þetta hér að ofan er með þeim fallegri sem ég hef séð og mikið búið að nostra við hvert smáatriði, motturnar á gólfinu, djúsí rúmföt og gardínur. Allt eru þetta hlutir sem gera svefnherbergi mjög aðlaðandi og hlýleg. Og alveg er ég viss um að við sofum betur í fallegu svefnherbergi, er það ekki?

 svartahvitu-snapp2-1

TRYLLT DIY SEM ÞIÐ VERÐIÐ AÐ SJÁ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sigrún Víkings

    4. March 2017

    Æðislega kósí! Ég er mjög hrifin af að hafa bekk fyrir endan af rúmin. Er búin að vera að kíkja eftir einum slíkum og vona að ég detti inná þann eina sanna bráðum :)