fbpx

MÆLI MEÐ : FYRSTA MYNDLISTARSÝNING HEIÐDÍSAR HELGADÓTTUR

ListMæli með
Heiðdís Helgadóttir opnar um helgina sína fyrstu listasýningu STYTTIR UPP þar sem sýnd verða olíumálverk sem hún hefur unnið að síðastliðin fjögur ár. Ég get ekki beðið eftir að sjá afraksturinn en það er allt fallegt sem Heiðdís skapar – ég mæli svo innilega með heimsókn í Hafnarfjörðinn þar sem sýningin stendur yfir á Norðurbakkanum dagana 4. – 11. júní. 
“Sorg, vonbrigði og tilfallandi geðsveiflur eru hluti af eðlilegri líðan mannsins. Dapurleikinn varir ýmist stutt eða lengi, stundum of lengi. Hegðun hugans voru Heiðdísi hugleikin við vinnslu verkanna og hvernig hann á það til að koma aftan að manni með látum þegar maður á síst von á því. Birtan og blæbrigðin í verkunum er áminning um það að vonir glæðast, vorsólin ylur vetrarhríð og blómin birtast á ný, um leið og það styttir upp.”
Um listakonuna:
Heiðdís Helgadóttir (f.1984) nam Listfræði í HÍ áður en hún útskrifaðist með BA gráðu í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands. Hún vinnur aðallega með teikningar gerðar með bleki og vatnslitum sem hún selur í eftirprentum. Heiðdís hefur rekið vinnustofu sína og verslun ásamt Listasmáskólanum sem hún stofnaði til þess að kenna ungmennum myndlist yfir sumartímann í Hafnarfirði.
Sjáumst í Hafnarfirðinum!

LAGERSALA NINE KIDS 1. JÚNÍ!

Skrifa Innlegg