fbpx

LÓLÝ.IS

EldhúsUmfjöllun

Ég elska síðuna Lólý.is eða Krydd í tilveruna -með Lólý.

Lólý er algjör gúrmepía frá Hafnarfirði sem veit fátt skemmtilegra en að dunda sér í eldhúsinu. Hún opnaði heimasíðuna Lólý.is fyrr í haust þar sem hún deilir reglulega ótrúlega girnilegum uppskriftum og ég mæli svo sannarlega með að fylgjast með henni:) Svo lítur síðan mjög vel út sem skemmir ekki fyrir, en Jón Örn maðurinn hennar (og frændi minn) er grafískur hönnuður og eins og þið sjáið hér að neðan… þá eru þau alveg með’etta!

avocado-tagliatelle-1

Avakadó pasta mmmm

the-cake

 Vetrarmyntukaka með súkkulaði mmmm

salat1

Spínat salat með mozzarella og tómötum mmmm

Þetta þrennt hér að ofan er á to do listanum mínum!

Annars er alveg ótrúlega ljúf helgi að baki hjá mér sem var meðal annars eytt í Baðstofunni í slökun… þangað reyni ég að fara allavega þrisvar sinnum í viku í smá dekur og hugleiðslu. -Það er best:) Helgin væri svo toppuð með einum af þessum réttum hér að ofan, en það fær að bíða betri tíma, ég var nefnilega búin að ákveða að fá mér hafrakodda í matinn. (gott að fá morgunmat á heilann) :)

Vonandi áttuð þið ljúfa helgi!

-Svana

MARKAÐUR Á MORGUN

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

    • Svart á Hvítu

      19. January 2014

      ómægod!!! ég eyddi aleigunni í desember í einn svartann frá Aftur… getur þetta verið! úfff

  1. Fatou

    21. January 2014

    Nomm, svo girnilegt! Og ég er svo ofsalega ánægð með smartsímaviðmótið !! (“,)

  2. Alex

    22. January 2014

    Hæhæ Svana, mig langar svolítið að forvitnast og biðja þig um að blogga um uppáhalds heimilisbloggin þín, innlend og/eða erlend =) sakna þess svo að geta nálgast listann af bloggunum sem voru til hliðar hér á síðunni í denn =)

    • Svart á Hvítu

      22. January 2014

      NO PROBLEMO;)
      Linkarnir duttu jú út í smá tíma… en þeir eru komnir aftur í efstu stikunni ef þú rennir músinni yfir.
      Skal samt taka smá saman:)
      -Svana

  3. Margrét

    24. January 2014

    Geggjuð síða, takk fyrir að deila! Ég verð klárlega að smakka þetta avókadó pasta, namm!