Á þessum fallega degi og nýbúin að ljúka áttundu viku í sykurleysi á mínu heimili er tilvalið að deila með ykkur æðislegri uppskrift sem var bökuð um helgina og sló í gegn.
Ég hef fundið mikinn áhuga frá fylgjendum á Instagram fyrir því hvernig við fórum að því að taka út allan hvítan sykur úr matarræði og ég kem til með að skrifa um það. En fyrst og fremst er það sem virkar fyrir mig að geta líka leyft mér sykurlaus sætindi og það er nóg til af þeim. Það gefur jú lífinu smá lit að geta notið góðs matar og kræsinga – og ég mun aldrei hætta að njóta þess ♡
Uppskriftin er unnin í samstarfi við Valor / Nóa Síríus
Þetta sykurlausa bananbrauð er byggt á uppskrift frá Sólrúnu Diego sem við höfum mjög oft bakað en við skiptum núna sykri út fyrir Sukrin og bættum við sykurlausu Valor súkkulaði sem ég á alltaf til. Ég notaði núna fyllt mjólkursúkkulaði, en það er án efa gott að nota allar hinar bragðtegundirnar og ég kem til með að prófa fleiri!
Uppskrift
2 egg
1 dl Sukrin (upprunaleg uppskrift segir 2 dl sykur).
3 dl hveiti
1/2 dl af olíu eða brætt smjör
1/2 dl mjólk
2 tsk vanilludropar
1-2 tsk. kanill
2 tsk. lyftiduft eða matarsódi
2 -3 vel þroskaðir bananar
Lykilhráefnið er sykurlaust og saxað súkkulaði frá Valor mmmm, við hrærðum því í deigið og settum einnig smá ofan á. Við bökuðum tvöfalda uppskrift og notuðum heila plötu í það.
Bakið brauðið á 180° á blæstri í ca 40-60 mín. Og best er að láta brauðið kólna í nokkrar mínútur svo það detti ekki í sundur. Berið fram með því áleggi sem þið kjósið – ég elska nýbakað bananabrauð með smjöri og osti.
Þið verðið ekki svikin af þessu brauði!
Hlakka til að deila með ykkur fleiri ljúffengum uppskriftum sem ég er safna saman, það er alveg nauðsynlegt að geta bakað um helgar án þess að fá samviskubit og það er hægt að borða nóg af þessu brauði og vera samt full/ur af orku fyrir daginn! En helsti kosturinn við sykurleysi er einmitt sá að blóðsykurinn helst í góðu jafnvægi og þreyta og slen hverfur ♡
Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg