Það er vor í loftinu og því tilvalið að skoða saman bjart og fallegt heimili, sem að þessu sinni er staðsett í eftirsótta Vasastan hverfinu í Stokkhólmi. Mér fannst tilvalið að brjóta langa bloggpásu með sænsku innliti, því þau hafa verið afar tíð og vinsælt lesefni hér á Trendnet. Stofan er sérstaklega hugguleg með ljósgulum og ljósgrænum tónum sem fara svo vel við beige litaðann sófann, ljósbrúna leðurstólinn og sandlitaða veggina. Ég er líka dálítið skotin í eldhúsinu, með gólfsíðar gardínur fyrir meiri elegans og opnar hillur í eldhúseyjunni þar sem hægt er að raða smekklega í.
Kíkjum í heimsókn,
Þar til næst!
Skrifa Innlegg