fbpx

LJÓSIR LITIR & FALLEG HÖNNUN

Heimili

Fyrsta haustlægðin er mætt og það gæti ekki verið fullkomnari tímasetning til að eyða smá tíma innandyra og ditta að hinu og þessu á heimilinu. Bæta við nýjum púðum á sófann og fjárfesta í fallegri plöntu og ilmkertum til að gera dálítið huggulegt. Ég keypti í dag nokkur ný púðaver sem koma til með að hressa smá við sófann minn. Hlakka til að sýna ykkur betur frá því – þið megið giska með hvernig mynstri…

Í dag kíkjum við í heimsókn þar sem ljósir litir og falleg hönnun eru einkennandi fyrir heimilið. Svartir Grand Prix stólar í eldhúsinu og Bollo frá Fogia í stofunni, lamparnir eru einnig kunnuglegir – Mantis veggljós í stofunni og Aim ljós frá Flos yfir eldhúsborðinu. Sjáið hvað það kemur vel út að hafa gólfsíðar gardínur í eldhúsinu, ekki algeng sjón en eldhúskrókurinn verður samstundis meira elegant.

Kíkjum í heimsókn –

  

Myndir // Bjurfors.se

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

UPPÁHALDS FÖRÐUNARVÖRURNAR HENNAR HÖRPU KÁRA ♡

Skrifa Innlegg