fbpx

DIY : LJÓSASTAFIR

DIYFyrir heimilið

Ég hef verið að pæla í svona ljósastöfum í dálítinn tíma, mér finnst þeir ótrúlega töff og þeir geta hresst við hvaða rými sem er, hvort sem það sé stofan, eldhúsið eða barnaherbergið. Allskyns ljósaskilti og ljósastafir hafa verið í mikilli tísku undanfarið ár og ég held að það sé ekkert lát á vinsældunum, en þrátt fyrir að hafa rekist á svona ljós í fjölmörgum tímaritum og á bloggsíðum þá virðast þau ekki hafa ratað í miklum mæli inná íslensk heimili…og ég hef nú heimsótt þau ófá:)

Screen Shot 2013-12-14 at 8.16.48 PM

Þessir stafir koma frá House Doctor, en þá er bara hægt að sérpanta í verslunum á Íslandi sem selja merkið.

d2520d275744bf132022873a2321a2c9

Þrátt fyrir að svona stafaljós séu kannski vinsæl inná heimili þessa stundina þá hafa þau þó verið til í fjöldamörg ár og eru mest notuð í skiltagerð fyrir fyrirtæki.

b0be797a8904e3c44555f257842a4a34

Ég fann þetta frábæra DIY á bloggsíðunni Sugar&cloth, þar sem farið er yfir skref fyrir skref hvernig gera eigi svona ljósastaf úr pappa.

marquee5 marquee6-619x787 marquee7-619x411

Myndir: Ashley via Sugar&Cloth

Flest okkar skellum þó ekki í svona ljósastaf en to tre, ég myndi t.d. þiggja hjálp við að tengja allar perurnar, nema þið finnið flotta peruseríu. Stafinn sjálfan er þó auðvelt að skera út í pappa, það þarf ekki meira en það ásamt málningu og lím. Jú og svo dass af þolinmæði!

HLÝTT FYRIR HEIMILIÐ

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Ása Regins

    14. December 2013

    neeeee.. méstiddaekkettsospes.. múahaha.. ps. vanstu ekki í lottóinu ? Ég vann ( ekki grín )

    • Svart á Hvítu

      14. December 2013

      Hahaha ég var nálægt því að skrifa bara þessa færslu fyrir þína hönd líka;) Veit að þú ert jafn SJÚK í þetta og ég… ef þú ferð ekki með hugmyndina þína af stað þá bara skelliru í svona pappastaf handa Emanuel:)
      En nei ég vann ekki og er búin að vera í mikilli fýlu yfir því!

      -Svana:)

  2. Reykjavík Fashion Journal

    15. December 2013

    Ég sá glitta í svona fínar peruseríur í Byko um daginn – reyndar ekki með svona kúlum en svona löngum kúptum perum :) Virkilega skemmtileg hugmynd!

  3. Sigrún

    15. December 2013

    Veistu um einhverja verslun/fyrirtæki á Íslandi sem sérpantar svona House Doctor stafi?

    • Svart á Hvítu

      15. December 2013

      Held að flestar verslanir sem selja House Doctor geri það, t.d. Luisa M í Hafnarfirði, Tekk Company og Fakó á Laugarvegi:)
      Þeir eru samt mjög dýrir.. það er ástæðan að þeir voru ekki pantaðir.

  4. Sandra Karls

    17. December 2013

    Svona ljósastafir eru æði!
    Það eru líka til (frekar litlir, ca 20-25 cm) járn stafir í söstrene grenes… væri ekki mikið mál að bora í þá með bor og nota minni seríu. Annars held ég að ljósalengjurnar í Byko sem ætlaðar eru til að tengja saman mörg Lemax hús gætu passað vel í svona ljósastafi (ekki nýju led perurnar, heldur eldri glóperurnar). Þær eru með smellu og ættu því að haldast vel á réttum stað.