Ég hef verið að pæla í svona ljósastöfum í dálítinn tíma, mér finnst þeir ótrúlega töff og þeir geta hresst við hvaða rými sem er, hvort sem það sé stofan, eldhúsið eða barnaherbergið. Allskyns ljósaskilti og ljósastafir hafa verið í mikilli tísku undanfarið ár og ég held að það sé ekkert lát á vinsældunum, en þrátt fyrir að hafa rekist á svona ljós í fjölmörgum tímaritum og á bloggsíðum þá virðast þau ekki hafa ratað í miklum mæli inná íslensk heimili…og ég hef nú heimsótt þau ófá:)
Þessir stafir koma frá House Doctor, en þá er bara hægt að sérpanta í verslunum á Íslandi sem selja merkið.
Þrátt fyrir að svona stafaljós séu kannski vinsæl inná heimili þessa stundina þá hafa þau þó verið til í fjöldamörg ár og eru mest notuð í skiltagerð fyrir fyrirtæki.
Ég fann þetta frábæra DIY á bloggsíðunni Sugar&cloth, þar sem farið er yfir skref fyrir skref hvernig gera eigi svona ljósastaf úr pappa.
Myndir: Ashley via Sugar&Cloth
Flest okkar skellum þó ekki í svona ljósastaf en to tre, ég myndi t.d. þiggja hjálp við að tengja allar perurnar, nema þið finnið flotta peruseríu. Stafinn sjálfan er þó auðvelt að skera út í pappa, það þarf ekki meira en það ásamt málningu og lím. Jú og svo dass af þolinmæði!
Skrifa Innlegg