fbpx

LITUR ÁRSINS HJÁ IITTALA : ULTRAMARINE

HönnunKlassík

Í ár fór Iittala ekki öruggu leiðina og valdi tískulit sem lit ársins heldur þennan klassíska og fallega Ultramarine bláa lit sem er jafnframt táknrænn fyrir Finnland sem í ár fagnar 100 ára sjálfstæði sínu. Finnland er land þúsund vatna og er það ein ástæða þess að Iittala valdi Ultramarine bláan sem lit ársins 2017. Að sjálfsögðu má finna klassíska Aalto vasann í Ultramarine litnum ásamt Kartio glösum, Kastehelmi, Kivi og Maribowl skálina frægu. Teema stellið klassíska verður einnig hægt að fá í ár í sérstakri Ultramarine útgáfu sem er dökkblá með örlitlum doppum sem gerir það mjög skemmtilegt og líflegt. Ég hef lengi verið hrifin af Teema stellinu sem hannað er af meistaranum Kaj Franck og ég fengi líklega aldrei nóg af því! Kíkjum á þessa fegurð:)

iit_table_reset_ii_shop_5

Lagt á borð með Iittala // Ég er mjög hrifin af svona mixuðu stelli og finnst blái liturinn njóta sín einstaklega vel á þessu líflega dekkaða borði. Þarna sjáið þið ef þið horfið vel doppóttu Teema diskana ásamt bláu Ultramarine Kastehelmi diskunum. Þessi mynd er svo sumarleg og fersk – hrikalega flott!

941748

Ultramarine liturinn fer mjög vel við ljósbláa Teema línuna, – þarna sést einnig fugl ársins hjá Iittala sem er sá eini sem gerður hefur verið með vængina úti. Ég fæ seint leið á því að ræða þessa fugla enda sitja þeir ofarlega á óskalistanum mínum. Hér að neðan má svo sjá Ultramarine fuglinn sjálfann sem gerður var í tilefni 100 ára sjálfstæðis Finna.

941749

iittala_teema_dotted_blue_scandia_2016_2

Enn meira doppótt Teema – ahhh pretty. Til að sjá Ultramarine línuna í heild sinni þá getið þið smellt hér.

iit_table_reset_ii_shop_6

Ég ræð ekki við mig – ein bleik fær að fylgja haha. Rakst í þessa fegurð á vafri mínu á heimasíðu Iittala og ég bráðnaði smá, mínir uppáhaldslitir ♡ Ég ætlaði svo sannarlega að vera búin að færa ykkur fréttirnar af Ultramarine fyrir nokkru síðan, ég var þó búin að sýna á snappinu mínu smávegis í janúar og þá rennur það stundum saman við hvað mér finnst ég vera búin að skrifa um á blogginu mínu:)

svartahvitu-snapp2-1

LOKSINS MINN // B&G ÍSBJÖRNINN

Skrifa Innlegg