fbpx

LITUR ÁRSINS 2018!

Hönnun

Það er komið að stundinni sem við höfum svo mörg beðið eftir … alþjóðlega litakerfið Pantone hefur gefið út hver litur ársins 2018 er og það er Ultra Vilolet!

Við förum þá yfir úr 2017 litnum sem var plöntugrænn yfir í fallegan fjólubláan lit með dálítið köldum undirtón sem gleður eflaust mörg litaglöð hjörtu. Liturinn er ögrandi og innblásinn af víðáttunni í vetrarbrautinni, andlegum krafti og skapandi tjáningu.

“Fjólublár blandar saman stöðugleika blás og orku rauðs. Fjólublár er tengdur við kóngafólk, hann merkir völd, aðalmennsku, munað og metnað. Hann lýsir auðæfum og óhófi. Fjólublár er tengdur við vísidóm, sjálfsvirðingu, sjálfstæði, sköpunargáfu, dulúð og galdra.” via.

Mér persónulega þykir liturinn ekki vera svo langt frá vali ársins 2015 þegar Radiant Orchid var litur ársins nema þessi er með meira af bláum lit en hinn var nær bleikum. Ég tengi fjólubláan lit á veggjum mest við barnaherbergi eða sé fyrir mér fallega kristala en fjólublár er nokkuð sjaldgæfur í náttúrunni og þykir því oft gervilegur litur. Fjólublár í sinni tærustu mynd er eitthvað sem hefur ekki mikið farið fyrir í hönnunarheiminum þó svo að hann dúkki upp öðru hvoru sem tískulitur. Innan veggja heimilisins gengur liturinn þó upp víða og parast fallega við aðra litatóna eins og gráan, brúnan, gylltan, svartan og bleikan.

Fjólubláir flauelssófar eru fallegir, veggmyndir í fjólubláum tónum og stakir skrautmunir eins og kertastjakar eða ljós er eitthvað sem ég heillast af. Pantone litakerfið heldur því þó fram í dag að litur ársins sé eitthvað miklu meira en tískubylgja sem stendur yfir í takmarkaðann tíma og þjónar markaðslegum öflum, heldur eitthvað sem heimurinn þarf á að halda einmitt núna. Áhugaverð og djúp pæling!

Hvað finnst ykkur um litaval ársins 2018? Væri mjög gaman að heyra ykkar skoðun á valinu hér að neðan…

JÓLADAGATAL SNÚRUNNAR ♡

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Thelma

    8. December 2017

    Þvílík vonbrygði – svo ljótur litur ? Nema reyndar í gleri og flaueli ?
    Kv. Ungrfrú neikvæð ?

    • Svart á Hvítu

      8. December 2017

      Hahahhaha …. ég er smá sammála, vissir hlutir eru þó mjög fallegir í fjólubláu, en ég efast um að það muni fara eitthvað rosalega mikið fyrir litnum á næsta ári:)

  2. Kristjana

    8. December 2017

    Svekkjandi – fjólublár er svo innilega ekki minn litur ? En gaman fyrir einhverja vonandi ?

  3. Klara

    8. December 2017

    Elska fjólubláan! En hvaðan er þessi mynd nr2 frá vinstri? Væri mjög til í að eiga svona plakat :)

  4. Lauga

    8. December 2017

    Æðislegur litur! Ég á afskaplega fallegan fjólubláan silkikjól.. kannski ég fari að nota hann meira ?

  5. Anonymous

    8. December 2017

    Frábært!! Ekkert fallegra en fíkjuliturinn ???