fbpx

LITUR ÁRSINS 2016

HönnunUmfjöllun

Alþjóðlega litakerfið Pantone hefur loksins gefið út hver litur ársins 2016 en í fyrsta skipti urðu fyrir valinu tveir litir. Það er alltaf á þessum tíma ársins sem litaspádómurinn er gefinn upp og ég hef beðið með eftirvæntingu eftir tilkynningunni en ég er ein af þeim sem hef afar gaman af svona tískuspádómum. Litir ársins 2016 eru þeir PANTONE 15-3919 Serenity & PANTONE 13-1520 Rose Quartz sem við fyrstu sýn eru það sem við köllum flest pastel-bleikan og baby-bláan sem er talsvert ólíkt litavali ársins 2015 sem var Marsala-rauðvínsbrúnn. Í tilkynningunni frá Pantone segja þeir litina eiga að færa okkur ró og innri frið, ekki slæmt það.

image003

 Fjölmörg alþjóðleg fyrirtæki fara eftir þessum litaspádómum og við munum því verða nokkuð vör við aukningu í vöruúrvali með þessum litum en ég trúi því að bleiki liturinn verði mun meira áberandi. Ég fagna þessum litum ársins gífurlega vel en pastelbleikur er og verður alltaf minn uppáhalds litur. Hann er sérstaklega fallegur í innanhússhönnun og honum fylgir viss ró. Ég tók saman nokkrar myndir sem sýna notkun litanna fyrir heimili, en það kemur varla á óvart að ég velji fleiri bleikar myndir en bláar.

067e27edc4ed3d86dd40c922ba0bf802 8c3de8ca73676cf8715c89f9a617717cb4b80cad6528174df3bb27e244c7bd58

8dc303145811fb8fa4b457401837ba24 3b1cea2f9f92a1b0b81efcd3cf9ebdbe782189c2ec34cd735827799d442cac3f

Hér að neðan má sjá litaspádóma síðustu ára frá Pantone og hér má sjá frekari upplýsingar um litavalið. 

Screen Shot 2015-12-03 at 12.45.10

Hvernig lýst ykkur á liti ársins 2016? Erum við ekki bara nokkuð ánægð með þetta litaval? Ég er gífurlega ánægð og vona að ég nái núna að sannfæra minn mann að það er alveg málið að mála vegg í pastelbleikum, jafnvel forstofuna!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

VILT ÞÚ VINNA 120.000 KR. GJAFABRÉF?

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Súsanna

    3. December 2015

    What! Enginn okkurgulur? Hahaha