Pantone hefur tilkynnt lit ársins 2014 og er það liturinn Radiant Orchid 18-3224, eða öðru nafni bleik-fjólublá orkídea.
Fljótlega munum við sjá þennan lit læðast inn á heimili okkar, þá eru það helst fylgihlutir fyrir heimilið, púðar, kertastjakar, teppi og annað slíkt, á meðan að aðrir fara alla leið og mála veggi í þessum fallega lit. Einnig munum við sjá þennan lit í fataverslunum og í snyrtivörulínum þá í naglalökkum og varalitum.
Ég tók saman nokkrar myndir þar sem sjá má hvernig hægt er að bjóða þennan lit velkominn á heimili okkar.
Það eru margir tónar af fjólubláa litnum sem hægt er að nota, sumir kjósa bjartan tón en aðrir vilja dekkri tóna.
Í tilkynningu Pantone segir “An invitation to innovation, Radiant Orchid encourages expanded creativity and originality, which is increasingly valued in today’s society,”
Já, þar höfum við það. Fjólublátt skal það vera!
Skrifa Innlegg