fbpx

LITRÍKIR HNÍFAR

Fyrir heimiliðÓskalistinn

Vegna vinnunnar minnar þá sé ég reglulega mörg falleg og hugmyndarík heimili, en á einu slíku um daginn voru margir litríkir hnífar á segulstáli á veggnum við eldavélina og mig hefur síðan þá langað að eignast slíkt. Ekki bara hnífasegulinn, heldur líka nokkra fagra hnífa.

Á dögunum var mér svo bent á Keris sem er nýtt íslenskt fyrirtæki sem hannar og lætur framleiða fyrir sig litríka keramík hnífa. Ég sem hef aldrei heyrt um slíkt áður forvitnaðist aðeins á heimasíðunni þeirra en þar segir “Keramik hnífar eru loksins að ryðja sér til rúms í vestrænum ríkjum eftir að hafa verið staðalbúnaður í Japönskum eldhúsum í áraraðir. Undirstöðuefnið í hnífunum frá Keris er Zirconica og er það næsta efni á eftir demöntum í “herslu”. Þeir eru viðkvæmari en stálhnífar vegna þess hve “harðir” þeir eru. Þeir brotna ekki nema við hátt högg á harðan flöt. En á móti kemur að bitið er beittara og það endist miklu, miklu, miklu lengur.

Hmmm ég er smá spennt fyrir þessu, en þið getið skoðað þetta nánar á heimasíðunni þeirra hér og séð fleiri liti:) Fyrir áhugasama þá fást hnífarnir í Tékk Kristal, Búsáhöldum Kringlunni og Art Form á Skólavörðustíg!

SPEGLAÐ

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Margrét

    20. December 2012

    Elska svona litríka hnífa!
    Svo pretty :)

  2. Guðrún Vald.

    20. December 2012

    Æðislegir þessir marglitu hnífar, ekki eins ógnangi og venjulegir.

  3. Hildur systir

    20. December 2012

    Elska þessa bleiku, kemur á óvart;) En skemmtilegt að þeir séu íslenskir