SPEGLAÐ

Persónulegt

Á netvafri mínu í gær rakst ég á þetta dásamlega speglaborð til sölu á facebook-sölusíðunni Húsgögn Retro og á bara 5 þúsund krónur.

Mér þótti það nú ekki mikið og var því ekki lengi að skella mér á það. Það er komið með sinn stað á heimilinu, og vekur miklu lukku (hjá mér).

Á myndinni sést nýja dásamlega Eivör teppið frá Ikea og Stockholm púðinn. Lampinn heitir AJ og er eftir Arne Jacobsen, en hann er ég bara með í smá láni frá Epal.. en mikið er hann fallegur!

TIL SÖLU

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

 1. Hildur systir

  18. December 2012

  và fallegt:) til hamingju með nÿjasta heimilismuninn

 2. Anna

  19. December 2012

  Nei, ég einmitt sá þennan? speisaða kubb í Góða Hirðinum í síðustu viku og sá mikið eftir að hafa ekki keypt hann. Rosa flottur.

  • Svart á Hvítu

   19. December 2012

   Já er það! ohhh er alltaf að reyna að vera duglegri að kíkja þangað:) Mér leiðist samt svo hrikalega fólkið sem kaupir fínu hlutina þar bara til að selja þá annars staðar á hærra verði! Ég hélt að þessi síða væri að mestu laus við það.

 3. Daníel

  19. December 2012

  mjög flott borð sá það einmitt á facbook :)

 4. Daníel

  19. December 2012

  sama síða maðurinn keypti stól á bland.is á 30.000kr en vill nú fá 85.000kr og hann lagaði stólinn ekkert :(

 5. Daníel

  19. December 2012

  væri alveg til í að fá AJ lampann í láni frá epal :D frekar flottur

  • Svart á Hvítu

   19. December 2012

   Hahah ég þarf samt að skila honum í dag:) Þetta var bara fyrir myndartöku í Hús og Híbýli og ég var með hann heima alveg í heilann dag!;) En æðislegur lampi, ef ég vinn í lottói þá myndi ég ekki hika við að kaupa hann.

 6. Daníel

  19. December 2012

  já sammála vonandi mun hann prýða heimili mitt í framtíðinni :)

 7. Halla Ýr

  20. December 2012

  Myndataka í Hús og híbýli? Eru að fara að birtast myndir af þínu heimili þar? Spennó! :)

  • Svart á Hvítu

   20. December 2012

   haha nei ekki alveg:) Ég vinn á blaðinu og var að taka myndir af allskyns fallegum lömpum sem ég fékk lánaða í verslunum:)
   -Svana

 8. Agla

  20. December 2012

  En hvað þetta er fallegt :) Fínasti skóspegill líka tíhí