fbpx

LÍTIL ÍBÚÐ FYLLT AF BLÓMUM

Heimili

Sjáið hvað þessi pínulitla og sæta íbúð er að springa úr sjarma með sínum sérkennilegu skreytingum. Hún er ekki nema 43 fermetrar með stofu og svefnherbergi í sama rýminu en þó virðist fara ansi vel um þá sem hér búa. Lítil heimili hafa verið mér hugleikin í vikunni og ég hef mikið verið að grúska í efni hvernig best sé að koma sér fyrir þegar lítið er um fermetrana. Ég sýni ykkur afraksturinn innan skamms:) Stundum getur reynst manni mikil áskorun að búa smátt en með smá útsjónasemi og vali á réttu hlutunum sem allir hafa tilgang er hægt að skapa mjög huggulegt heimili jafnvel fyrir lítinn pening. Hér að neðan má varla finna neinn hlut sem flokkast sem “hönnunarvara” en að sjálfsögðu þarf ekkert slíkt til að geta átt fallegt heimili

Myndir via Entrance Mäkleri

Þvílíkt sjarmatröll sem þessi íbúð er, vissulega hefur stíliseringin mikið að segja en myndirnar eru fengnar að láni hjá sænskri fasteignasölu. Ég var einmitt fyrr í kvöld að aðstoða vinkonu mína að standsetja íbúð fyrir sölu og þetta var aðalega spurning um að færa til og fjarlægja hluti til að gera sem mest úr eigninni og tók ég svo myndir að því loknu. Það kom mér á óvart hversu gaman ég hafði af þessu, að fá að fikta í öllu heimilinu og taka niður – færa til það sem hentaði ekki með á myndirnar. Ég ber vissulega mikla virðingu fyrir ólíkum stíl og skoðunum fólks á heimilum, þau eru svo persónuleg. En þegar kemur að fasteignamyndum þá er minna alltaf meira sama hvaða smekk við höfum. Stilla fram fallegum hlutum og fela aðra ásamt því að blóm eru nánast “lífsnauðsynleg” á borð þegar kemur að því að ætla að selja íbúð. Því get ég lofað ykkur x

HAUSTIÐ 2017 HJÁ IKEA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Karen

    30. June 2017

    Veistu hvaðan þetta ljós í stofunni er?

  2. Guðrún Vald.

    2. July 2017

    Dásamleg íbúð og blái liturinn í eldhúsinu er sjúkur!