LANGAR Í…

Óskalistinn

bm2014

Mig langar mjög mikið til að eignast 2014 mæðradagsplattann frá Bing & Grøndahl. Ég hefði átt að kaupa hann í vetur hjá Kúnígúnd en núna er 2015 bara í boði, því þarf ég líklegast að finna hann á e-bay.

Ég er búin að redda mér einum frá 1986 (ég+Andrés) og það væri gaman að eiga líka árið hans Bjarts.

Núna er þetta komið út í kosmósið og kannski að einhver sé að lesa þetta sem hugsar til mín ef hann rekst á plattann:)

-Svana

DRAUMURINN UM SVAN

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

10 Skilaboð

  1. María Rut Dýrfjörð

    21. January 2015

    Ég hef einmitt verið að hugsa mér að reyna að komast yfir 2014 og 2012 – fæðingarár dætranna, var mjög glöð þegar ég sá myndirnar fyrir árin, finnst þau bæði falleg.

    • Svart á Hvítu

      21. January 2015

      Já ég er einmitt voða lukkuleg með 2014, ég hefði þó persónulega kosið annað dýr á minn platta en árið 1986 er fíll hehe:)

      • María Rut Dýrfjörð

        22. January 2015

        Hehehe já þetta getur verið happdrætti. Dæturnar eiga Georg Jensen jólaóróann fyrir árin sín – finnst þeir einmitt báðir fallegir líka.

        En hvað kosta mæðradagsplattarnir sirka bát?

        • Svart á Hvítu

          22. January 2015

          Þessir gömlu eru að fara á alveg frá 2500 – 4000 kr. En nýju er á um 9þúsund!

          • María Rut Dýrfjörð

            22. January 2015

            Jæks! Set þá á óskalistann minn fyrir afmæli og jól :)

  2. Sveinrún Bjarnadóttir

    21. January 2015

    Ég verslaði mína 4 platta (4börn) í Antíkbúðinni í Kópavogi sem er í Hamraborginni. Veit ekki hvort nýjustu plattarnir eru til,þeir gömlu eru ódýrari en þeir nýju.Vona að þetta hjálpi;-)

  3. Hildur systir

    23. January 2015

    Hægt að fa þa i köben a 399 danskar eg kaupi þa bara uti ef þu verður ekki buin að finna þa:)

  4. Áslaug Þorgeirs.

    27. January 2015

    Þetta er út um allt í Genbrug í DK – Þú þangað!