Það er orðið ansi langt síðan ég fjallaði um sniðugt DIY verkefni en hér áður fyrr var það nánast það eina sem ég skrifaði um. Ég stóðst ekki mátið þegar ég sá þennan hrikalega krúttlega loftbelg sem gerður var í samstarfi við Ikea á blogginu Husligheter en hann er fullkominn fyrir barnaherbergið.
Það sem þarf er m.a. : Regolit skermur, Ljusnan karfa og Östernas leðurhöldur allt úr Ikea. Einnig þarf fingrabrúður eða önnur krúttleg leikföng, spotta, tréperlur og límdoppur sem fást í föndurverslun.
Ef þið kíkið yfir á bloggsíðu Husligheter sjáið þið nákvæmar leiðbeiningar hvernig útbúa á þennan fallega loftbelg – sjá hér.
Skemmtilegt og öðruvísi heimaföndur sem má jafnvel föndra með barninu sjálfu?
Skrifa Innlegg