fbpx

KOMMÓÐAN : FYRIR

DIYPersónulegt

Ég fann loksins tekk kommóðuna sem ég var að leita af á bland.is og er búin að selja þá sem að ég keypti í síðustu viku! Það mun þó fara dálítil vinna í þessa, en við ætlum að pússa málninguna af og setja undir hana fætur. Mögulega fæ ég Andrés til að renna undir hana tekkfætur, en ég er þó reyndar líka að íhuga Estelle týpuna frá Prettypegs sem eru í tekkstíl og spara okkur smá vinnu:)

IMAG4926

Ég þurfti smá að sannfæra Andrés um fegurð þessarar kommóðu, en ég sé hana alveg fyrir mér hversu flott hún verður eftir smá pússerí. Upphaflega planið var reyndar að fara með hana í afsýringu, en fyrirtækið sem ég var með í huga er í tímabundri pásu alveg típískt! En heppin ég að eiga eitt stykki húsgagnasmið hér heima sem rúllar þessu upp;)

Hversu marga daga ætti ég að gefa honum í þetta haha…

PRETTYPEGS Á ÍSLANDI

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Dísa

    23. April 2014

    Það væri æði ef það kæmi færsla um hvernig þið strípið hana, ég er neflilega með eina sem bíður eftir yfirhalningu :)

    • Svart á Hvítu

      23. April 2014

      Skal gera það:) Bíð eftir að hann byrji á henni… vonandi bara um helgina!

  2. Arna Þorleifsd.

    23. April 2014

    Var það Guðbjartur? Hef leitað til hans en mér skylst að hann sé sá eini á landinu sem gerir þetta… Eins gott að hann fari aftur af stað sem fyrst! :)

    • Svart á Hvítu

      23. April 2014

      Jebbsa!! Keypti kommóðuna með þá í huga haha, varð smá svekkt!

  3. Dagný Skarphéðinsdóttir

    23. April 2014

    Það eru stelpur á Akureyri sem gera svona. Þær heita “mublur” á facebook og eru stórkostlega flinkar. Gætir mögulega ráðfært þig við þær. Gangi þér vel. Hlakka til að sjá eftir myndina :)

    • Svart á Hvítu

      24. April 2014

      Snilld, já er einmitt með þær á facebook:)
      En ég treysti húsgagnasmiðnum mínum til að kunna réttu trixin, er mjög spennt að sjá útkomuna:)

  4. Guðrún Ólöf

    23. April 2014

    Mæli með að þú fáir þér slípivél á leigu, ég fékk eina slíka leigða í Byko fyrir mörgum árum, gerði upp eitt og annað. Það mun ganga betur að pússa alla málninguna upp og tímasparnaður.
    Kveðja Guðrún Ólöf
    gudrunolof.com

  5. Margrét

    24. April 2014

    Ójá, þessi verður flott þegar hún er komin í upphaflegt stand! :)

  6. Árný Guðjónsdóttir

    24. April 2014

    Á eina eiginlega alveg eins sem ekki er búið að mála og er á löppum! þetta eru algjör djásn, skil ekki fólk sem málar svona! GAAH.. vonandi gengur þetta sem best! :-)