fbpx

PRETTYPEGS Á ÍSLANDI

DIYFyrir heimiliðIkea

Ég er svo hrikalega ánægð með það að sænska merkið Prettypegs sé komið í sölu á Íslandi! Ég var að rekast á þær fréttir rétt í þessu en ég var einmitt í gærkvöldi að ræða þetta fyrirtæki afþví að ég var að kaupa mér gamla kommóðu á netinu sem vantar á fætur. Prettypegs eru reyndar sérhannaðar fætur undir Ikea húsgögn en ég var að láta mig dreyma um að koma þeim undir gamla tekk mublu, -þó ég efist um að það sé hægt. Ætli Ikea sófinn minn verði þá ekki fyrir valinu en mig hefur dauðlangað að prófa svona fætur frá því að ég sá þær fyrst á netinu fyrir löngu síðan:)

10178040_858705634143427_8745150521975449163_n10262134_856737437673580_1748404598606056919_n1520619_856736921006965_8861707541972540088_n 1924682_858705730810084_8228118618327016066_n

Fyrir áhugasama þá munu Prettypegs fást hjá Snúran.is stuttu eftir páska, en ég rakst á þessa frétt á facebook síðu þeirra hér.

Mega fínt?:)

 

IT'S A BOY

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Guðrún Vald.

    21. April 2014

    Ég vildi að ég ætti IKEA húsgagn sem ég gæti skipt út fótunum á.

  2. Rakel Hlín Bergsdóttir

    21. April 2014

    Hæ hæ,
    langaði svo að láta ykkur vita að það er líka hægt að kaupa universal festingar þannig að það er hægt að nota lappirnar undir öll húsgögn sem eru með sléttu yfirborði:)
    kveðja Snúran:)