fbpx

JÓLAINNPÖKKUN & JÓLAINNBLÁSTUR

HugmyndirJól

Gleðilegt jólafrí og eigið yndislega helgi kæru lesendur. Ég tók saman fullt af jólalegum myndum til að fylla okkur innblæstri fyrir jólainnpökkunina sem við flest eigum eftir. Ég verslaði einmitt allt til innpökkunar í dag og sé fyrir mér einfalda pakka skreytta fallegum borða, smá grænu og með jólastaf. Við höfum hinsvegar ekki skreytt mikið hér heima fyrir utan tréð og jólakrans á hurðinni, svona á meðan við erum enn að taka upp búslóðina úr kössum er erfitt að bæta jólaskrauti við draslið sem fylgir flutningum haha. Ég hinsvegar ákvað þó eina nóttina að skella í jólakort sem ég mæli aldeilis ekki með að gera ósofin og að renna út á tíma… kortin komu í dag og eru með svo hrikalegri málfræðivillu að þau mögulega fara beina leið ofan í skúffu! Þá er fyrsta og vonandi eina jólaklúðrið komið í hús svo að helgin hlýtur að verða glimrandi góð.

Á sunnudaginn dreg ég svo úr risa jólagjafaleiknum sem ég vona að þið séuð ekki að láta framhjá ykkur fara. Einn heppinn vinnur 250.000 kr. gjafabréf í fallegustu verslunum landsins ♡

Myndir via Pinterest / Svartahvitu 

Fyrir ykkur sem enn eruð í jólagjafaleit þá mæli ég með að skoða jólagjafahugmyndir sem ég tók saman, FYRIR HANN og svo FYRIR HANA. Ég vona að þessar hugmyndir komi ykkur að góðum notum.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR // FYRIR HANN

Skrifa Innlegg